Jói og Teddi Ponza völdu næstu menn inn í íslenska landsliðið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 8. febrúar 2022 12:00 Íslands- og bikarmeistarar Vals eiga menn á lista sérfræðinganna. Vísir/Hulda Margrét Olís deild karla í handbolta er komin af stað á ný eftir langt hlé vegna Evrópumótsins þar sem íslenska landsliðið náði frábærum árangri. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar veltu fyrir sér hvaða leikmenn í Olís deildinni eru næstir inn í íslenska landsliðið. „Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn. Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira
„Það fór heill gámum af leikmönnum úr Olís-deildinni út til Búdapest, voru í hóp og voru jafnvel ekki í hóp. Við erum búnir að skoða það hvaða leikmenn eru alvarlega að banka á dyrnar hjá íslenska landsliðinu. Þessir sérfræðingar mínir eru búnir að velja fjóra leikmenn á mann,“ sagði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. Sérfræðingar Seinni bylgjunnar voru að þessu sinni Jóhann Gunnar Einarsson og Theodór Ingi Pálmason, eða Teddi Ponza eins og hann er kallaður. Jóhann Gunnar byrjaði og hann nefndi fyrst Valsmaninn Einar Þorstein Ólafsson. „Þetta er svona augljósasta dæmið. Hann var í 35 manna hóp og verðlaunaður fyrir mjög góða úrslitakeppni í fyrra. Þetta virðist vera framtíðarvarnarmaður okkar. Þessir stóru durgar eins og Sigfús Sigurðs og Sverre eru að deyja dálítið út,“ sagði Jóhann Gunnar. Klippa: Seinni bylgjan: Næstu menn inn í íslenska landsliðið „Við sáum bara hvað Elliði kom sterkur inn. Þú þarft bara að vera „fit“, góður á fótunum og þá passar þú í þessa vörn. Ég held að hann sé næstur inn ef að það verði einhver meiðsli eða eitthvað. Hann er pottþétt að fara að vera í hjarta varnarinnar ef við höldum þessu konsepti áfram,“ sagði Jóhann Gunnar um Einar. Fyrsti maður hjá Theódór Inga var Mosfellingurinn og skyttan Þorsteinn Leó Gunnarsson. „Ég fór í smá þarfagreiningu og skoðaði helst þær stöður sem okkur vantar eða hvar við erum hvað þynnstir. Þá var ég aðallega að hugsa um línustöðuna og hornastöðurnar. Ég ákvað að hafa Þorsteinn Leó líka þó við séum ofboðslega vel mannaðir í stöðunum fyrir utan, miðju og skyttustöðunum tveimur,“ sagði Theódór Ingi. „Það sem Þorsteinn Leó hefur umfram þá eru aðeins aðrir eiginleikar. Hann er skytta af gamla skólanum, rúmlega tveir metrar og getur gefið okkur aðra vídd í sóknarleikinn heldur en þeir leikmenn sem eru núna í landsliðinu,“ sagði Theódór. „Eins og með Einar Þorstein þá eru einhver ár í það. Eigum við að segja þrjú til fjögur ár þá getir hann verið að banka hressilega á dyrnar,“ sagði Theódór. Hér fyrir ofan má sjá myndband með vali sérfræðinganna en hvor um sig nefndi fjóra leikmenn.
Seinni bylgjan Olís-deild karla HM 2023 í handbolta Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Fleiri fréttir Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Einkunnir Strákanna okkar á móti Slóveníu: Viktor! Gísli! Hallgrímsson! „Hann veit á hvaða takka á að ýta til að fá mig í gang“ Ísland byrjar á Egyptum og spilar tvo kvöldleiki Tölfræðin á móti Slóveníu: Markvarsla og vörn í heimsklassa Sjá meira