Sakamaður óskast Helgi Áss Grétarsson skrifar 7. febrúar 2022 06:00 Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helgi Áss Grétarsson MeToo Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Íslandi í jólgjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Stundum er sagt að hótunin sé sterkari en leikurinn. Þetta viðkvæði byggir á að hótunin ýti undir hræðslutilfinningu viðtakandans og viðbrögðin við hótuninni geti orðið svo fálmkennd að sá sem hótaði standi uppi með pálmann í höndunum. Markmiðið með ógnuninni á því að nást án þess að sá sem hótaði hafi þurft að framkvæma hótunina. Frá þessum sjónarhóli er þægilegra að stýra hegðun fólks með því að hóta en að þurfa að beita ofbeldi til að ná sama markmiði. Í alræðisríkjum er alþekkt að stjórnvöld ógna borgurunum til að halda andófi niðri án þess að þau grípi nauðsynlega alltaf til líkamlegs ofbeldis. Öfl innan lýðræðisríkja geta einnig beitt sambærilegri aðferð. Það er mín skoðun að svokölluð „afturköllunarhreyfing“ nútímans beiti þessu vopni óspart, m.a. vegna þess að hreyfingunni hefur þegar tekist svo oft að útiloka annað fólk. Hótunin um slíka útilokun dugar því núna til að einstaklingur dragi sig í hlé af sjálfsdáðum, svo sem frá framboði, stjórnunarstöðu og annarri álíka samfélagsstöðu. Ofstækið sem samfélagið virðist samþykkja og tvö nýleg dæmi Það hefur viðgengist um nokkurt skeið í íslensku samfélagi að einhliða frásagnir eru birtar á samfélagsmiðlum þar sem nafngreindir einstaklingar (eða svo gott sem) eru sakaðir um eitt og annað misjafnt, venjulega eitthvað sem tengist meintum kynlífsathöfnum eða kynferðisbrotum. Í kjölfar slíkra frásagna hefur atvinnulífið verið duglegt að senda hinn sakaða í frí, segja launþega upp störfum, rifta verktakasamningi og svo framvegis. Allt án þess að mál hins sakaða hafi farið eftir grundvallarreglum um réttláta málsmeðferð, t.d. er það sjaldnast svo að mál viðkomandi hafi verið rannsakað af lögreglu, enn síður að dómstóll hafi tekið afstöðu til málsins. Útilokunin eða afturköllunin fer því fram án dóms og laga. Samfélagið virðist hingað til hafa samþykkt þennan framgangsmáta. Nýlegt dæmi um þá hótun sem liggur núna í loftinu var þegar forstjóri stórfyrirtækis sagði upp störfum vegna ásakana sem fram komu í tölvupósti til hans frá konu sem hafði verið undirmaður hans u.þ.b. 17 árum áður í öðru fyrirtæki. En hver var ásökunin? Jú, forstjórinn á að hafa farið yfir mörk konunnar sem leitt hafi til vanlíðan hennar. Svo virðist sem að í stað þess að bíða eftir að sagan birtist opinberlega af frumkvæði annarra hafi forstjórinn hætt af sjálfsdáðum samfara því að hann veitti upplýsingar um aðdraganda uppsagnar sinnar. Kosturinn við þessar lyktir málsins hlýtur að vera sá að fjaðrafokið verður minna en ellegar – hótunin er sterkari en leikurinn. Annað nýlegt dæmi er þegar hlaðvarpsstjórnandi óskaði eftir frásögnum af manni sem ku hafa notað þjónustu vændiskonu og á að hafa með einhverjum hætti notfært sér bágborna stöðu hennar. Manninum var lýst að nokkru leyti í ákalli hlaðvarpsstjórnandans en það var birt á opinni fésbókarsíðu. Auðvelt var því fyrir alla að vera með getgátur um hver maðurinn væri. Afar sérstök atburðarrás fylgdi svo í kjölfarið sem ástæðulaust er að rekja hér. Aðalatriðið er að ákall hlaðvarpsstjórnandans, í ljósi fyrri verka viðkomandi, var vart annað en hótun um að birta einhliða frásagnir af meintri afbrigðilegri hegðun mannsins. Áleitnar spurningar Er það svona sem við viljum hafa samfélagið? Viljum við að Gróa á Leiti fái að vaxa og dafna? Viljum við að það sé sjálfsagt að einstaklingar út í bæ taki lögin í eigin hendur, leiti uppi meinta sakamenn og fjalli svo einhliða um málið á samfélagsmiðlum? Höfundur er lögfræðingur.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun