Keahótel ætla í sókn á Sigló Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 4. febrúar 2022 22:33 Sigló Hótel er nýjasta hótel í keðju Keahótela. vísir Keahótel hafa tekið við rekstri Sigló Hótels og allri tengdri starfsemi þess á Siglufirði. Hótelið er þar með orðið að níunda hótelinu í keðju fyrirtækisins. Framkvæmdastjóri hennar segir bjarta tíma vera fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“ Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Það var athafnamaðurinn Róbert Guðfinnsson sem stofnaði hótelið og hefur undanfarin ár staðið í umfangsmikilli ferðaþjónustustarfsemi á Siglufirði. Hann ákvað þó í haust að setja hana alla á sölu og í morgun skrifuðu Keahótel síðan undir leigusamning á öllum rekstrinum til næstu 17 ára. Þar undir eru hótelið sjálft, Sigló gistiheimili og veitingastaðirnir veitingastaðirnir Sunna, Rauðka og Hannes Boy. Róbert segir gríðarlega umbrotatíma fram undan í ferðaþjónustu á Íslandi. „Það sem er að gerast er það að þessi grein mun þurfa að fara öll í uppstokkun. Mörg fyrirtæki eru verulega löskuð eftir það sem undan hefur gengið síðustu tvö ár. En hér eru tvö fyrirtæki að leiða saman hesta sína til að fara að takast á við þá umbreytingu sem býður okkar,“ segir Róbert. Róbert Guðfinnsson athafnamaður hefur staðið að mikilli uppbyggingu á Siglufirði síðustu ár.Vísir/Egill Hann treystir Keahótelum vel fyrir rekstri hótelsins næstu 17 árin. „Ég held að framtíð Sigló hótels verði tryggð þannig að þeir verði í sóknarliðinu og það munu verða margir aðrir sem fara í endurskipulagningu og við vildum bara vera með þeim fyrstu. Við ætlum að tryggja það að við verðum í sigurliðinu,“ segir Róbert. Bjart fram undan Framkvæmdastjóri Keahótela segir að hótelið verði nú samtengt rekstri annarra hótela fyrirtækisins. Markmiðið sé að efla ferðaþjónustu á Siglufirði enn frekar sem hefur verið í mikilli uppsveiflu síðustu árin og komið furðu vel út úr heimsfaraldrinum. Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson.Aðsend „Já, alveg klárlega. Alveg klárlega. Eins og ég segi það er búið að vinna mikið og gott starf hérna. Innviðirnir eru orðnir mjög góðir. Hótelið er orðið bara nokkuð vel þekkt og við ætlum að halda áfram á þessari braut sem hefur verið rudd,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela. Enn bjartari tímar séu fram undan nú þegar faraldurinn virðist vera að klárast. „Já, ég er mjög bjartsýnn. Þetta er allt að lifna við.“
Fjallabyggð Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira