Sigló Hótel orðið hluti af Keahótelum Eiður Þór Árnason skrifar 4. febrúar 2022 11:40 Aron Pálsson, María Elín Sigurbjörnsdóttir, Róbert Guðfinnsson og Páll L. Sigurjónsson. Aðsend Keahótel ehf. hafa tekið við rekstri Sigló Hótels á Siglufirði og tengdrar starfsemi til næstu sautján ára. Keahótel mun leigja hótelið sjálft, veitingastaðina Sunnu, Rauðku og Hannes Boy, ásamt Sigló gistiheimili. Greint er frá þessu í tilkynningu en með samningnum verður Sigló Hótel níunda hótelið í keðju Keahótela. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel, sem stendur við höfnina á Siglufirði, árið 2015. Hótelið er búið 68 herbergjum, veitingastað, útipottasvæði og þurrgufu. Aron Pálsson, hótelstjóri Hótel Kea á Akureyri, verður einnig hótelstjóri á Sigló Hóteli og María Elín Sigurbjörnsdóttir verður áfram aðstoðarhótelstjóri. Þörf á endurskipulagningu eftir faraldurinn „Þetta er spennandi tækifæri en ég hef mikla trú á svæðinu og er stoltur af því að fá Sigló Hótel í okkar raðir. Ég hef miklar væntingar til áframhaldandi ferðaþjónustu á svæðinu. Samningurinn gefur færi á að efla markaðsstarf til muna og nýta samlegðaráhrif hótelkeðjunnar í öflugu sölu- og markaðsstarfi, bæði innanlands og á alþjóðavísu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, í tilkynningu. „Núna, þegar við sjáum fram á að ferðaþjónustan fari að taka við sér eftir tvö krefjandi ár, þá er mikil þörf á umtalsverðri endurskipulagningu í greininni. Við erum stolt af því að hafa náð samkomulagi við Keahótel og að hafa komið rekstrinum í góðar hendur. Við erum sannfærð um að félag með jafn öfluga bakhjarla og Keahótel er, verði leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi Sigló Hótels. „Við munum hlúa að því sem vel hefur verið gert og meðal annars einblína á upplifunarpakka sem boðið hefur verið upp á með góðri raun eins og skíðanámskeið, þyrluskíðamennsku, golfi og fleira. Við tökum við góðu búi þar sem hótelið er í fullum rekstri og vel mannað góðu starfsfólki,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló Hótel, í tilkynningu. Kvika banki var Sigló Hóteli til ráðgjafar við gerð samningsins. Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Greint er frá þessu í tilkynningu en með samningnum verður Sigló Hótel níunda hótelið í keðju Keahótela. Róbert Guðfinnsson og fjölskylda hans stofnuðu Sigló Hótel, sem stendur við höfnina á Siglufirði, árið 2015. Hótelið er búið 68 herbergjum, veitingastað, útipottasvæði og þurrgufu. Aron Pálsson, hótelstjóri Hótel Kea á Akureyri, verður einnig hótelstjóri á Sigló Hóteli og María Elín Sigurbjörnsdóttir verður áfram aðstoðarhótelstjóri. Þörf á endurskipulagningu eftir faraldurinn „Þetta er spennandi tækifæri en ég hef mikla trú á svæðinu og er stoltur af því að fá Sigló Hótel í okkar raðir. Ég hef miklar væntingar til áframhaldandi ferðaþjónustu á svæðinu. Samningurinn gefur færi á að efla markaðsstarf til muna og nýta samlegðaráhrif hótelkeðjunnar í öflugu sölu- og markaðsstarfi, bæði innanlands og á alþjóðavísu,“ segir Páll L. Sigurjónsson, forstjóri Keahótela, í tilkynningu. „Núna, þegar við sjáum fram á að ferðaþjónustan fari að taka við sér eftir tvö krefjandi ár, þá er mikil þörf á umtalsverðri endurskipulagningu í greininni. Við erum stolt af því að hafa náð samkomulagi við Keahótel og að hafa komið rekstrinum í góðar hendur. Við erum sannfærð um að félag með jafn öfluga bakhjarla og Keahótel er, verði leiðandi afl í íslenskri ferðaþjónustu á næstu árum,“ segir Róbert Guðfinnsson, stofnandi Sigló Hótels. „Við munum hlúa að því sem vel hefur verið gert og meðal annars einblína á upplifunarpakka sem boðið hefur verið upp á með góðri raun eins og skíðanámskeið, þyrluskíðamennsku, golfi og fleira. Við tökum við góðu búi þar sem hótelið er í fullum rekstri og vel mannað góðu starfsfólki,“ segir Aron Pálsson, hótelstjóri Sigló Hótel, í tilkynningu. Kvika banki var Sigló Hóteli til ráðgjafar við gerð samningsins.
Ferðamennska á Íslandi Fjallabyggð Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira