Hin nýja veröld Einar Scheving skrifar 4. febrúar 2022 06:30 Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Ég átta mig ekki á því hvenær veröldin breyttist, en hún hefur þó sannarlega breyst. Ég tók hins vegar ekki eftir þessari breytingu fyrr en ég var reglulega minntur á hana af málsmetandi fólki í samfélaginu og er ég ævinlega þakklátur þessu fólki fyrir að koma fyrir mig vitinu og færa mig til nútímans. Í hinni nýju veröld eru engir óþarfa núansar að þvælast fyrir, enda er auðvitað ekkert spektrúm lengur - enginn skali. Allt er annað hvort eða. Svart eða hvítt - engir litir eða blæbrigði. Reyndar - og réttara sagt - þá er ekkert „eða“ heldur. Það er líka horfið, enda var það sennilega óþarft alla tíð. Hlutirnir eru á einn veg og það þarf ekkert að ræða þá frekar. Hin nýja veröld felur auðvitað í sér ákveðin þægindi. Þegar búið er að ákveða hvernig hlutirnir eru þá þarf maður ekki að eyða tíma sínum í að velta neinu öðru fyrir sér, enda eru auðvitað engir aðrir möguleikar í stöðunni hverju sinni. Lífið hefur aldrei verið einfaldara og þægilegra. Í hinni nýju veröld hafa yfirvöld alltaf rétt fyrir sér og sér í lagi embættismenn á þeirra vegum. Allar bólusetningar með öllum bóluefnum fyrir alla aldurshópa eru alltaf nauðsynlegar og auðvitað frábærar. Allar. Alltaf. Allir sem hafa minnstu efasemdir um einn tiltekinn þátt eins bóluefnis í gervallri sögu bóluefna eru andbólusetningasinnar og einfaldlega fávitar. Þórólfur og Guðni Th. eru skynsömustu menn landsins og Kári er einfaldlega klárasti maður í heimi - ekki nema Fauci toppi hann mögulega. Vestra er Trump vondur og Biden góður. Neil Young er réttsýnn og Joe Rogan er bæði vondur og hættulegur. Ritskoðun er ekki ritskoðun þegar réttsýnt og gott fólk er einvörðungu að vernda okkur þegnana fyrir skaðlegum upplýsingum, enda erum við ekki fær um að velja og hafna. Val býður nefnilega alltaf hættunni heim og er því nauðsynlegt að einhverir taki að sér að hafna fyrir okkur. Ég er því fullur þakklætis, enda er einfalt og ábyrgðarlaust líf best. Takk! Höfundur er tónlistarmaður.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar