Innlent

Fyrir Heimaey býður aftur fram og Íris vill leiða listann áfram

Eiður Þór Árnason skrifar
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum.
Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum. Vísir/Egill

Bæjarmálafélagið Fyrir Heimaey hyggst aftur bjóða fram lista í komandi sveitarstjórnarkosningum í maí. Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar, sækist jafnframt aftur eftir því að leiða listann.

Íris greinir frá þessu í færslu á Facebook-síðu sinni en framboðið klofnaði út úr Sjálfstæðisflokknum fyrir kosningarnar 2018. Fer prófkjör Fyrir Heimaey fram þann 5. mars.

„Síðustu tæpu fjögur ár hafa verið annasöm og krefjandi, m.a. vegna faraldurs og loðnubrests, en jafnframt hefur það verið ótrúlega gefandi og ögrandi að takast á við þessar áskoranir fyrir hönd okkar Eyjamanna,“ skrifar Íris.

„Ákaflega mörg og spennandi verkefni hafa verið sett af stað og eru í farvatninu hér í Eyjum, samfélaginu okkar til heilla, og ég vil gefa kost á mér til að vinna þeim áfram brautargengi.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×