Fótbolti

Celtic lék sér að erkifjendum sínum

Arnar Geir Halldórsson skrifar
Á toppnum.
Á toppnum. vísir/Getty

Það var ekki mikil spenna í stórleik skosku úrvalsdeildarinnar í fótbolta í kvöld þar sem erkifjendurnir og Glasgow risarnir, Celtic og Rangers mættust.

Rangers hafði tveggja stiga forystu á toppi deildarinnar þegar kom að leik kvöldsins en Celtic liðið verið á fljúgandi siglingu að undanförnu. Sú sigling hélt áfram í kvöld.

Celtic, sem lék á heimavelli, hreinlega lék sér að gestum sínum í fyrri hálfleik. Yfirburðirnir voru algjörir og fór Celtic með 3-0 forystu í leikhléið.

Japaninn Reo Hatate gerði tvö fyrstu mörk leiksins og lagði svo upp mark fyrir Liel Abada á lokamínútu fyrri hálfleiks.

Rangers tókst ekki að gera atlögu að forystu Celtic í síðari hálfleik og lauk leiknum því með 3-0 sigri heimamanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×