Tölvan segir nei – í tvígang Ólafur Stephensen skrifar 2. febrúar 2022 11:01 Alþingi fjallar nú um frumvarp fjármálaráðherra um framhald lokunarstyrkja fyrir fyrirtæki sem neyddust til að loka starfsemi sinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í umsögn sinni til þingsins fagnar Félag atvinnurekenda frumvarpinu, enda er það í takt við hvatningu FA til stjórnvalda að endurnýja eða framlengja ýmis þau stuðningsúrræði fyrir fyrirtæki sem hafa gefizt vel á fyrri stigum faraldursins. Í umsögninni til þingsins gerir FA hins vegar að umtalsefni þá staðreynd að ýmis fyrirtæki, sem töldu á fyrri stigum faraldursins ekki annað óhætt en að loka starfsemi sinni vegna fyrirmæla stjórnvalda, fengu samt engan lokunarstyrk. Ástæðan er að Skatturinn – og eftir atvikum yfirskattanefnd – túlka lög um lokunarstyrki með þrengsta mögulega hætti. Allnokkrir úrskurðir yfirskattanefndar féllu strax á árinu 2020, þar sem fyrirtækjum sem lokuðu í fyrstu bylgju faraldursins var synjað um lokunarstyrk, þrátt fyrir að þau hefðu sannanlega lokað starfseminni vegna fyrirmæla stjórnvalda. Að mati FA getur eiginlega ekki verið að þetta hafi verið meiningin þegar Alþingi setti lög um lokunarstyrki. Skrifræðisveggurinn Þegar styrkirnir voru framlengdir síðastliðið vor benti FA efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þessa úrskurði yfirskattanefndar. „Í þeim málum var um að ræða atvinnurekendur sem lokuðu starfsemi sinni vegna fyrirmæla yfirvalda, sökum þess að þeir töldu ekki hægt að halda henni úti þannig að hún rúmaðist innan fyrirmæla um samkomutakmarkanir og nálægðarreglu. Niðurstaða skattayfirvalda hefur hins vegar verið að synja þessum félögum um lokunarstyrk. Sú synjun hefur verið rökstudd með því að viðkomandi rekstraraðilar hefðu getað haldið úti starfsemi í einhverri mynd, innan gildandi ákvæða um samkomutakmarkanir og nálægðarreglu,“ sagði í umsögn FA. Að mati FA bar að líta til þess að mikil réttaróvissa var í upphafi faraldursins og mörg fyrirtæki töldu sér skylt að loka. Í umsögn heilbrigðisráðuneytisins til yfirskattanefndar vísaði ráðuneytið meðal annars til upptalningar á fyrirtækjum sem var skylt að loka – í lögum sem voru lögfest 2 mánuðum eftir að fjöldi fyrirtækja lokaði starfsemi sinni og þau gátu því alveg ómögulega vitað af eða litið til. Í mörgum tilvikum lokuðu fyrirtæki vegna þess að þau treystu sér ekki til að tryggja öryggi starfsmanna sinna eða viðskiptavina með því að halda starfseminni áfram innan ramma samkomutakmarkana og voru í góðri trú um að það væri rétt ákvörðun. Þau leyfðu þannig almenningi að njóta vafans og stuðluðu að skilvirkni sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Með þeirri túlkun á lögunum sem fram kemur í úrskurðum yfirskattanefndar er að mati FA sett vafasamt fordæmi, sem kann að draga úr vilja fyrirtækja til að framfylgja sóttvarnaaðgerðum yfirvalda, reynist nauðsynlegt að grípa aftur til þeirra. Alþingi var því í fyrravor hvatt til að skýra lögin að þessu leyti. „Félagið minnir á að enginn atvinnurekandi gerir sér leik að því að loka starfsemi sinni og skrúfa þannig fyrir tekjurnar. Fyrirtæki sem hafa reynzt reiðubúin að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum og gera sjálf sig þannig tekjulaus eiga ekki að reka sig á skrifræðisvegg sem synjar þeim um aðstoð, eins og raunin hefur orðið,“ skrifaði FA þinginu í maí í fyrra. Sama fyrirtækinu synjað í tvígang ... Þingnefndin tók ekki mark á þessum ábendingum FA. Skrifræðisveggurinn sem félagið gerði að umtalsefni lætur hins vegar ekki að sér hæða. Félagsmaður í FA, fræðslu- og þjálfunarfyrirtæki, var í hópi þeirra fyrirtækja sem fengu synjun á umsókn um lokunarstyrk í fyrstu bylgju faraldursins í marz 2020 af því að skattayfirvöld töldu að fyrirtækið hefði getað haldið úti starfsemi í einhverri mynd í stað þess að loka fyrirtækinu. Yfirskattanefnd staðfesti ákvörðun Skattsins þess efnis. Er smitum fór fjölgandi í marz 2021 var gripið til harðra samkomutakmarkana. Þar á meðal var öllum skólastigum gert að fara snemma í páskafrí og var staðnám ekki heimilt dagana 25. marz til 31. marz. Það hefur verið skilningur heilbrigðisráðuneytisins að sóttvarnaaðgerðir, sem gilda um framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu, gildi jafnframt um starfsemi fræðslu- og þjálfunarfyrirtækja, enda starfsemin á flestan hátt sambærileg skólastarfi, þar sem nemendum er kennt saman í kennslustofum. ... þrátt fyrir skýr fyrirmæli um lokun Nú höfðu fræðslufyrirtækin sum hver brennt sig á því í fyrstu bylgju faraldursins að loka starfseminni þar sem þau töldu sér það skylt, en fá svo engan lokunarstyrk eins og áður er rakið. Innan vébanda FA starfa allmörg slík fyrirtæki og sendi félagið heilbrigðisráðuneytinu því formlegt erindi 25. marz 2021, þar sem vísað var til úrskurðar yfirskattanefndar í máli áðurnefnds fyrirtækis. FA spurði „hvort af reglugerðinni, sem birt var í gær, leiði að einkareknum fræðslufyrirtækjum sé gert að loka starfsemi sinni til 31. marz, eða hvort gert sé ráð fyrir að þau fylgi almennum fjöldatakmörkunum og nálægðarreglu, kenni t.d. í hópum þar sem tíu manns eða færri eru saman í rými þegar um er að ræða nám sem ekki verður kennt í fjarnámi.“ Í bréfi FA var tekið fram að „skýrleiki í málinu varða[ði] mikilvæga hagsmuni eins og t.d. rétt fyrirtækjanna til lokunarstyrkja.“ Svar ráðuneytisins barst daginn eftir. Þar sagði m.a.: „Framhaldsfræðsla sú sem kveðið er á um í 6. gr. um framhaldsskóla í reglugerð nr. 191/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sbr. reglugerð nr. 322/2021, er skilgreind af Menntamálastofnun sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Ráðuneytið hefur áður bent á að tiltekin starfsemi einkarekinna fræðslufyrirtækja falli undir framangreinda skilgreiningu og þar með reglugerð nr. 191/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, og breytingu á henni, sbr. reglugerð nr. 322/2021. Þeim ber því að loka á framangreindu tímabili.“ (Leturbreyting höfundar) Þetta hefði ekki getað verið mikið skýrara, og umrætt fyrirtæki ákvað að loka staðnámi sínu. Sótt var um lokunarstyrk á ný. Til að gera langa sögu stutta, kvað yfirskattanefnd upp þann úrskurð 26. janúar síðastliðinn að ákvörðun ríkisskattstjóra um að hafna umsókn fyrirtækisins um lokunarstyrk væri staðfest, af því að starfsemin uppfyllti ekki skilyrði áðurnefndrar skilgreiningar á framhaldsfræðslu! Kostnaðurinn innan fjárheimilda Þótt svona stjórnsýsla hafi í áranna rás verið hugmyndauppspretta höfunda ódauðlegra listaverka eins og „Yes Minister“ eða „Little Britain“, finnst fyrirtækjum sem hljóta þessa meðferð hún yfirleitt ekki fyndin. Það er að sjálfsögðu gjörsamlega óþolandi fyrir fyrirtæki að vera sett í þá stöðu að loka starfsemi sinni í góðri trú, haldandi að þar með sé verið að taka þátt í mikilvægum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda, en svo leggi embættismenn Skattsins og yfirskattanefnd á sig mikla vinnu við að finna leiðir til að greiða þeim ekki lokunarstyrk. Meðferðin sem umrætt fyrirtæki hefur fengið hjá Kerfinu minnir óneitanlega á Little Britain-sketsana um tölvuna, sem segir alltaf nei. Nefna má í þessu samhengi að áætlað umfang þeirra lokunarstyrkja, sem ákveðnir voru í upphafi faraldurs, var 2,5 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytisins voru útgreiddir lokunarstyrkir í janúar 2022 frá upphafi faraldurs komnir í 2,8 milljarða króna, þótt úrræðið hafi síðan verið útvíkkað og framlengt í tvígang. Fram kom í máli fjármálaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu um framhald lokunarstyrkja, að fjárheimild vegna styrkja á árinu 2021 hefði ekki verið fullnýtt. Ekki er því um það að ræða að kostnaður ríkissjóðs vegna úrræðisins hafi farið úr böndunum. Rétt er að ítreka að enginn atvinnurekandi gerir sér að leik að loka starfseminni og gera sjálfan sig tekjulausan. Óhætt er að álykta að reynsla fyrirtækisins, sem hér er fjallað um, af framkvæmd á lokunarstyrkjaúrræðum stjórnvalda er á þann veg að forsvarsmönnum þess myndi ekki detta í hug að fara eftir fyrirmælum um að loka starfseminni, kæmi sú staða upp í framtíðinni í samhengi þessa faraldurs eða annarra. FA hefur því hvatt efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að gera tillögu um breytingu á lögum, í því skyni að koma í veg fyrir að slík meðferð á fyrirtækjum endurtaki sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Alþingi fjallar nú um frumvarp fjármálaráðherra um framhald lokunarstyrkja fyrir fyrirtæki sem neyddust til að loka starfsemi sinni vegna heimsfaraldurs kórónuveirunnar. Í umsögn sinni til þingsins fagnar Félag atvinnurekenda frumvarpinu, enda er það í takt við hvatningu FA til stjórnvalda að endurnýja eða framlengja ýmis þau stuðningsúrræði fyrir fyrirtæki sem hafa gefizt vel á fyrri stigum faraldursins. Í umsögninni til þingsins gerir FA hins vegar að umtalsefni þá staðreynd að ýmis fyrirtæki, sem töldu á fyrri stigum faraldursins ekki annað óhætt en að loka starfsemi sinni vegna fyrirmæla stjórnvalda, fengu samt engan lokunarstyrk. Ástæðan er að Skatturinn – og eftir atvikum yfirskattanefnd – túlka lög um lokunarstyrki með þrengsta mögulega hætti. Allnokkrir úrskurðir yfirskattanefndar féllu strax á árinu 2020, þar sem fyrirtækjum sem lokuðu í fyrstu bylgju faraldursins var synjað um lokunarstyrk, þrátt fyrir að þau hefðu sannanlega lokað starfseminni vegna fyrirmæla stjórnvalda. Að mati FA getur eiginlega ekki verið að þetta hafi verið meiningin þegar Alþingi setti lög um lokunarstyrki. Skrifræðisveggurinn Þegar styrkirnir voru framlengdir síðastliðið vor benti FA efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis á þessa úrskurði yfirskattanefndar. „Í þeim málum var um að ræða atvinnurekendur sem lokuðu starfsemi sinni vegna fyrirmæla yfirvalda, sökum þess að þeir töldu ekki hægt að halda henni úti þannig að hún rúmaðist innan fyrirmæla um samkomutakmarkanir og nálægðarreglu. Niðurstaða skattayfirvalda hefur hins vegar verið að synja þessum félögum um lokunarstyrk. Sú synjun hefur verið rökstudd með því að viðkomandi rekstraraðilar hefðu getað haldið úti starfsemi í einhverri mynd, innan gildandi ákvæða um samkomutakmarkanir og nálægðarreglu,“ sagði í umsögn FA. Að mati FA bar að líta til þess að mikil réttaróvissa var í upphafi faraldursins og mörg fyrirtæki töldu sér skylt að loka. Í umsögn heilbrigðisráðuneytisins til yfirskattanefndar vísaði ráðuneytið meðal annars til upptalningar á fyrirtækjum sem var skylt að loka – í lögum sem voru lögfest 2 mánuðum eftir að fjöldi fyrirtækja lokaði starfsemi sinni og þau gátu því alveg ómögulega vitað af eða litið til. Í mörgum tilvikum lokuðu fyrirtæki vegna þess að þau treystu sér ekki til að tryggja öryggi starfsmanna sinna eða viðskiptavina með því að halda starfseminni áfram innan ramma samkomutakmarkana og voru í góðri trú um að það væri rétt ákvörðun. Þau leyfðu þannig almenningi að njóta vafans og stuðluðu að skilvirkni sóttvarnaaðgerða stjórnvalda. Með þeirri túlkun á lögunum sem fram kemur í úrskurðum yfirskattanefndar er að mati FA sett vafasamt fordæmi, sem kann að draga úr vilja fyrirtækja til að framfylgja sóttvarnaaðgerðum yfirvalda, reynist nauðsynlegt að grípa aftur til þeirra. Alþingi var því í fyrravor hvatt til að skýra lögin að þessu leyti. „Félagið minnir á að enginn atvinnurekandi gerir sér leik að því að loka starfsemi sinni og skrúfa þannig fyrir tekjurnar. Fyrirtæki sem hafa reynzt reiðubúin að taka þátt í sóttvarnaaðgerðum og gera sjálf sig þannig tekjulaus eiga ekki að reka sig á skrifræðisvegg sem synjar þeim um aðstoð, eins og raunin hefur orðið,“ skrifaði FA þinginu í maí í fyrra. Sama fyrirtækinu synjað í tvígang ... Þingnefndin tók ekki mark á þessum ábendingum FA. Skrifræðisveggurinn sem félagið gerði að umtalsefni lætur hins vegar ekki að sér hæða. Félagsmaður í FA, fræðslu- og þjálfunarfyrirtæki, var í hópi þeirra fyrirtækja sem fengu synjun á umsókn um lokunarstyrk í fyrstu bylgju faraldursins í marz 2020 af því að skattayfirvöld töldu að fyrirtækið hefði getað haldið úti starfsemi í einhverri mynd í stað þess að loka fyrirtækinu. Yfirskattanefnd staðfesti ákvörðun Skattsins þess efnis. Er smitum fór fjölgandi í marz 2021 var gripið til harðra samkomutakmarkana. Þar á meðal var öllum skólastigum gert að fara snemma í páskafrí og var staðnám ekki heimilt dagana 25. marz til 31. marz. Það hefur verið skilningur heilbrigðisráðuneytisins að sóttvarnaaðgerðir, sem gilda um framhaldsskóla og fullorðinsfræðslu, gildi jafnframt um starfsemi fræðslu- og þjálfunarfyrirtækja, enda starfsemin á flestan hátt sambærileg skólastarfi, þar sem nemendum er kennt saman í kennslustofum. ... þrátt fyrir skýr fyrirmæli um lokun Nú höfðu fræðslufyrirtækin sum hver brennt sig á því í fyrstu bylgju faraldursins að loka starfseminni þar sem þau töldu sér það skylt, en fá svo engan lokunarstyrk eins og áður er rakið. Innan vébanda FA starfa allmörg slík fyrirtæki og sendi félagið heilbrigðisráðuneytinu því formlegt erindi 25. marz 2021, þar sem vísað var til úrskurðar yfirskattanefndar í máli áðurnefnds fyrirtækis. FA spurði „hvort af reglugerðinni, sem birt var í gær, leiði að einkareknum fræðslufyrirtækjum sé gert að loka starfsemi sinni til 31. marz, eða hvort gert sé ráð fyrir að þau fylgi almennum fjöldatakmörkunum og nálægðarreglu, kenni t.d. í hópum þar sem tíu manns eða færri eru saman í rými þegar um er að ræða nám sem ekki verður kennt í fjarnámi.“ Í bréfi FA var tekið fram að „skýrleiki í málinu varða[ði] mikilvæga hagsmuni eins og t.d. rétt fyrirtækjanna til lokunarstyrkja.“ Svar ráðuneytisins barst daginn eftir. Þar sagði m.a.: „Framhaldsfræðsla sú sem kveðið er á um í 6. gr. um framhaldsskóla í reglugerð nr. 191/2021, um takmörkun á samkomum vegna farsóttar, sbr. reglugerð nr. 322/2021, er skilgreind af Menntamálastofnun sem hvers konar nám, úrræði og ráðgjöf sem er ætlað að mæta þörfum einstaklinga með stutta formlega skólagöngu að baki og er ekki skipulagt á grundvelli laga um framhaldsskóla eða háskóla. Ráðuneytið hefur áður bent á að tiltekin starfsemi einkarekinna fræðslufyrirtækja falli undir framangreinda skilgreiningu og þar með reglugerð nr. 191/2021, um takmörkun á skólastarfi vegna farsóttar, og breytingu á henni, sbr. reglugerð nr. 322/2021. Þeim ber því að loka á framangreindu tímabili.“ (Leturbreyting höfundar) Þetta hefði ekki getað verið mikið skýrara, og umrætt fyrirtæki ákvað að loka staðnámi sínu. Sótt var um lokunarstyrk á ný. Til að gera langa sögu stutta, kvað yfirskattanefnd upp þann úrskurð 26. janúar síðastliðinn að ákvörðun ríkisskattstjóra um að hafna umsókn fyrirtækisins um lokunarstyrk væri staðfest, af því að starfsemin uppfyllti ekki skilyrði áðurnefndrar skilgreiningar á framhaldsfræðslu! Kostnaðurinn innan fjárheimilda Þótt svona stjórnsýsla hafi í áranna rás verið hugmyndauppspretta höfunda ódauðlegra listaverka eins og „Yes Minister“ eða „Little Britain“, finnst fyrirtækjum sem hljóta þessa meðferð hún yfirleitt ekki fyndin. Það er að sjálfsögðu gjörsamlega óþolandi fyrir fyrirtæki að vera sett í þá stöðu að loka starfsemi sinni í góðri trú, haldandi að þar með sé verið að taka þátt í mikilvægum sóttvarnaraðgerðum stjórnvalda, en svo leggi embættismenn Skattsins og yfirskattanefnd á sig mikla vinnu við að finna leiðir til að greiða þeim ekki lokunarstyrk. Meðferðin sem umrætt fyrirtæki hefur fengið hjá Kerfinu minnir óneitanlega á Little Britain-sketsana um tölvuna, sem segir alltaf nei. Nefna má í þessu samhengi að áætlað umfang þeirra lokunarstyrkja, sem ákveðnir voru í upphafi faraldurs, var 2,5 milljarðar króna. Samkvæmt yfirliti fjármálaráðuneytisins voru útgreiddir lokunarstyrkir í janúar 2022 frá upphafi faraldurs komnir í 2,8 milljarða króna, þótt úrræðið hafi síðan verið útvíkkað og framlengt í tvígang. Fram kom í máli fjármálaráðherra er hann mælti fyrir frumvarpinu um framhald lokunarstyrkja, að fjárheimild vegna styrkja á árinu 2021 hefði ekki verið fullnýtt. Ekki er því um það að ræða að kostnaður ríkissjóðs vegna úrræðisins hafi farið úr böndunum. Rétt er að ítreka að enginn atvinnurekandi gerir sér að leik að loka starfseminni og gera sjálfan sig tekjulausan. Óhætt er að álykta að reynsla fyrirtækisins, sem hér er fjallað um, af framkvæmd á lokunarstyrkjaúrræðum stjórnvalda er á þann veg að forsvarsmönnum þess myndi ekki detta í hug að fara eftir fyrirmælum um að loka starfseminni, kæmi sú staða upp í framtíðinni í samhengi þessa faraldurs eða annarra. FA hefur því hvatt efnahags- og viðskiptanefnd Alþingis til að gera tillögu um breytingu á lögum, í því skyni að koma í veg fyrir að slík meðferð á fyrirtækjum endurtaki sig. Höfundur er framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar