Viðskipti innlent

Ráðinn mann­auðs­stjóri Salt­Pay á Ís­landi

Atli Ísleifsson skrifar
Arnar Sveinn Geirsson.
Arnar Sveinn Geirsson. SalPay

Arnar Sveinn Geirsson hefur verið ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi.

Í tilkynningu segir að Arnar Sveinn sé með BS-gráðu í markaðsfræðum frá Suður-Karólínu og hafi nýlega lokið mastersgráðu í hegðunar- og skipulagssálfræði frá London Metropolitan háskólanum. Lokaritgerðin hans fjallaði um áhrif tilfinningagreindar á leiðtogahæfni.

„Arnar Sveinn starfaði hjá Planet Payment á Íslandi á árunum 2016-2019 og sá meðal annars um markaðsmál á íslenskum markaði sem og sölu. Árið 2020 færði hann sig til Auðnast þar sem hann starfaði sem verkefnastjóri, áður en hann var svo ráðinn mannauðsstjóri SaltPay á Íslandi.

Arnar Sveinn fæddist á Spáni en fyrstu árin bjó hann einnig í Frakklandi og Þýskalandi þar sem faðir hans, Geir Sveinsson, var atvinnumaður í handknattleik. Arnar Sveinn hefur iðkað íþróttir allt sitt líf, æfði handbolta og fótbolta en að lokum varð fótboltinn ofan á. Hann varð meðal annars Íslandsmeistari með Val árin 2017 og 2018 og er forseti Leikmannasamtaka Íslands. Arnar Sveinn er auk þess varaformaður Krafts, stuðningsfélag fyrir ungt fólk sem greinist með krabbamein og aðstandendur, og stjórnarmaður í Tré lífsins. Helstu áhugamál Arnars Sveins eru hreyfing, laxveiði, fólk og vellíðan,“ segir í tilkynningunni.

SaltPay er fjártæknifyrirtæki sem sinnir þróun og hagnýtingu lausna á sviði rafrænnar greiðslumiðlunar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×