Þung staða á húsnæðismarkaði: „Þurfum að huga meira að framboðshliðinni“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2022 19:44 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Vísir/Vilhelm Svört staða er uppi á húsnæðismarkaði nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og framboð á íbúðum sjaldan verið minna. Fjármálaráðherra segir þetta áhyggjuefni, ekki síst með tilliti til tekjulægri einstaklinga. Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni. Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira
Verðbólga mælist nú 5,7 prósent og hefur ekki verið meiri í áratug. Húsnæðisliðurinn vegur einna þyngst en á sama tíma og greiðslubyrði lána hefur hækkað um allt að 14 prósent hefur meðalíbúðaverð hækkað á höfuðborgarsvæðinu hækkað verulega. Til að taka þetta saman þá hefur meðalkaupverð í borginni farið úr því að vera 63,2 milljónir í október, í 68,2 milljónir í desember - sem þýðir fimm milljón króna hækkun á tveimur mánuðum, að því er kemur fram í tölum frá Húsnæðis- og mannvirkjastofun. 44 prósent íbúða seldust yfir ásettu verði. Á sama tíma hefur framboð sjaldan verið minna, en fyrstu vikuna í janúar voru 487 íbúðir til sölu á höfuðborgarsvæðinu á meðan þær voru 2.200 talsins fyrir tveimur árum. Þá hafa ekki færri íbúðir verið í byggingu frá árinu 2017. „Ég held að við þurfum að huga meira að framboðshliðinni á húsnæðismarkaði en eftirspurnarhliðinni. Margt af því sem hefur verið gert undanfarin ár hefur verið til þess fallið að auka aðgengi að húsnæði og mögulega átt þátt í því að húsnæðisverðið hefur verið að hækka. Nú þegar það er horft fram á við þá finnst okkur að það mætti vera meira í pípunum á framboðshliðinni og ég held að menn ættu að beina sjónum sínum að því,“ segir Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra. Þá sé lítið hægt að bregðast við hinni alþjóðlegu verðbólgu sem sé að skila sér til Íslands, með tilheyrandi verðhækkunum. „Það er ekkert enn sem komið er sem bendir til þess að séu mikil vandræði fram undan. Þetta eru hættumerki sem við verðum að fylgjast vel með og gaumgæfa mjög vandlega hvað er skynsamlegt að gera, hvað er hægt að gera sem skilar árangri og eins og alltaf þegar verðbólgan á í hlut þá er það svona tekjulægra fólk sem fyrst mun finna fyrir áhrifunum og það er áhyggjuefni,“ segir Bjarni.
Neytendur Húsnæðismál Byggingariðnaður Efnahagsmál Verðlag Mest lesið Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Viðskipti innlent Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Viðskipti innlent Greiði milljarða í arð í stað þess að lækka vexti til almennings Neytendur Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Viðskipti innlent Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Viðskipti innlent Bilun hjá Landsbankanum Viðskipti innlent Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Viðskipti innlent Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Viðskipti innlent Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Atvinnulíf Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Viðskipti innlent Fleiri fréttir Bilun hjá Landsbankanum Ekki fjárhagslegur grundvöllur fyrir tveimur vínbúðum á Akureyri Bankastjórarnir fengu 260 milljónir króna Neytendur beri kostnað þess að reka þrjá stóra banka Ný ríkisstjórn sé að efla erlenda mjólkurframleiðslu Reikningur tengdur dularfullri Grindavíkur-mynt horfinn sporlaust Samruninn geti skilað auknum sparnaði til neytenda Bankarnir byrji í brekku Þröstur tekur við Bændablaðinu Árni Friðriksson í loðnu norður af Vestfjörðum „Fyrstu viðbrögðin voru þetta er ekki hægt“ Almenningur fær forgang og lægsta verðið Arion banki vill sameinast Íslandsbanka Getur nú greitt fyrir bensínið með appi Mikilvægur gæðastimpill fyrir verkefni Carbfix í Hafnarfirði Bein útsending: Frumkvöðlar keppast um Gulleggið Ísland komið í skammarkrókinn vegna osts Telja hvorki hættu á jarðskjálftum né áhrifum á vatnsból af Coda Terminal Helga Beck stýrir markaðsmálum Orkusölunnar Félagsmiðstöð, Hitt húsið, FS og Heilsustofnun NLFÍ stofnanir ársins Hækka lágmarksverð mjólkur Bankarnir græddu 88 milljarða í fyrra Kanna einnig jarðveginn fyrir Coda-stöð á Bakka Vogunarsjóðurinn selur sig út úr Skel fyrir tvo milljarða Jóna Dóra til Hagkaups Skattrannsókn leiddi til gjaldþrots Davíðs Smára Forsendur kunni að bresta ef ríkistjórnin nær sínu fram Alvotech vígir Frumuna Jón kaupir Sigurð Gísla út úr IKEA Rannsaka eitt stærsta svindl með landbúnaðarstyrki í sögu ESB Sjá meira