Rogan biður Spotify afsökunar og heitir bót og betrun Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 07:29 Rogan segir hlaðvarpið vera orðið að fyrirbæri sem hann hafi varla stjórn á. Getty/Carmen Mandato Hlaðvarpsþáttastjórnandinn Joe Rogan hefur heitið því að reyna að fá fólk með ólík sjónarmið í þáttinn til sín og að gera sitt besta til að kynna sér þau mál sem hann tekur fyrir í þættinum. Frá þessu greindi Rogan á Instagram í gærkvöldi. Skömmu áður höfðu forsvarsmenn Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan, sagst myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu tengda kórónuveirufaraldrinum á miðlinum. Rogan birti á dögunum tvo þætti þar sem gestum var gefinn kostur á því að dreifa samsæriskenningum um Covid-19. Í kjölfarið tilkynntu listamenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell að þeir hygðust láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Í Instagram-færslunni sagði Rogan að margir hefðu bjagaða mynd af þættinum hans. Umræddir gestir væru virtir á sínu sviði en hefðu aðrar skoðanir en flestir. Þá sagði hann hlaðvarpið, sem um 11 milljón manns hlusta á, hafa byrjað sem samtöl sem snérust um að rabba saman og hafa gaman en þátturinn hefði undið upp á sig og væri orðin að fyrirbæri sem hann hefði varla stjórn á. Rogan sagðist myndu leitast við því að hafa jafnvægi á umræðunni héðan í frá og bað Spotify afsökunar. Þá sagðist hann ekki reiður Young, heldur væri hann þvert á móti mikill aðdáandi. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spotify Tengdar fréttir Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Frá þessu greindi Rogan á Instagram í gærkvöldi. Skömmu áður höfðu forsvarsmenn Spotify, sem hýsir hlaðvarp Rogan, sagst myndu grípa til aðgerða til að koma í veg fyrir upplýsingaóreiðu tengda kórónuveirufaraldrinum á miðlinum. Rogan birti á dögunum tvo þætti þar sem gestum var gefinn kostur á því að dreifa samsæriskenningum um Covid-19. Í kjölfarið tilkynntu listamenn á borð við Neil Young og Joni Mitchell að þeir hygðust láta fjarlægja tónlist sína af Spotify. View this post on Instagram A post shared by Joe Rogan (@joerogan) Í Instagram-færslunni sagði Rogan að margir hefðu bjagaða mynd af þættinum hans. Umræddir gestir væru virtir á sínu sviði en hefðu aðrar skoðanir en flestir. Þá sagði hann hlaðvarpið, sem um 11 milljón manns hlusta á, hafa byrjað sem samtöl sem snérust um að rabba saman og hafa gaman en þátturinn hefði undið upp á sig og væri orðin að fyrirbæri sem hann hefði varla stjórn á. Rogan sagðist myndu leitast við því að hafa jafnvægi á umræðunni héðan í frá og bað Spotify afsökunar. Þá sagðist hann ekki reiður Young, heldur væri hann þvert á móti mikill aðdáandi.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Spotify Tengdar fréttir Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03 Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07 Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59 Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent „Ég fæ ekki séð hvaða rugl þetta er“ Innlent Yfirgaf jólatónleika í sjúkrabíl Innlent „Heimsins furðulegasti fiskur“ afhentur í fjármálaráðuneytinu Innlent Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Erlent Fleiri fréttir Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Segir sýrlensku þjóðina þreytta og vilja fá að lifa í friði Sjá meira
Meghan og Harry lýsa yfir áhyggjum vegna falsfrétta Rogan Harry Bretaprins og eiginkona hans Meghan Markle hafa lýst yfir áhyggjum vegna falsfrétta sem sendar séu út á streymisveitunni Spotify. Þau bætast í hóp tónlistarfólks, sem hefur gagnrýnt streymisveituna vegna hlaðvarpsins The Joe Rogan Experience. 30. janúar 2022 14:03
Joni Mitchell fylgir Young og biður Spotify að taka út tónlistina sína Tónlistarkonan Joni Mitchell hefur óskað eftir því að tónlist hennar verði fjarlægð af Spotify. Hún fylgir í fótspor Neil Young, sem gagnrýndi Spotify fyrir að framleiða hlaðvarpsþátt sem dreifi falsupplýsingum um kórónuveirufaraldurinn. 29. janúar 2022 08:07
Fjarlægja tónlist Neil Young af Spotify Spotify vinnur nú að því að fjarlæga tónlist Neil Young af streymisveitunni eftir að fyrirtækið neitaði að taka út umdeilda hlaðvarpsþætti Joe Rogan. Young setti Spotify afarkosti á dögunum og krafðist þess að þættirnir yrðu strax fjarlægðir en Rogan hefur verði gagnrýndur fyrir að dreifa fölskum upplýsingum um virkni bóluefna gegn Covid-19. 27. janúar 2022 08:59
Neil Young setur Spotify afarkosti vegna Joe Rogan Rokkarinn Neil Young hefur krafist þess að tónlist hans á Spotify verði fjarlægð vegna falsupplýsinga um bóluefni sem Joe Rogan dreifi í hlaðvarpi sínu. Neil Young segir Spotify hafa valið; Neil Young eða Joe Rogan. 25. janúar 2022 11:48