Ómar Ingi endurtók afrek Óla Stefáns nákvæmlega tuttugu árum síðar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. janúar 2022 07:01 Ómar Ingi Magnússon skoraði ellefu mörkum meira en næsthæsti maðurinn á markalista EM 2022. Getty/Nikola Krstic Ómar Ingi Magnússon var markakóngur Evrópumótsins í Ungverjalandi og Slóvakíu sem lauk með úrslitaleik Svía og Spánverja í gær. Aðeins einu sinni áður hefur Ísland átt markakóng EM. Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000). EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira
Ómar Ingi skoraði 59 mörk í átta leikjum Íslands eða ellefu mörkum meira en næsti maður sem var Daninn Mikkel Hansen. Hansen hefði átt möguleika að ógna forystu Ómars Inga en missti af lokaleik Dana vegna meiðsla. Það eru nákvæmlega tuttugu ár liðin síðan Ísland átti síðast markakóng Evrópumótsins í handbolta. Ómar Ingi Magnusson (who else?) scores @HSI_Iceland's 2,000th EHF EURO goal #ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/nTSqvW2KMx— EHF EURO (@EHFEURO) January 28, 2022 Ólafur Stefánsson varð markakóngur Evrópumótsins í Svíþjóð árið 2002 en hann spilaði auðvitað sem örvhent skytta eins og Ómar Ingi. Ólafur skoraði þá 58 mörk í átta leikjum eða einu marki meira en Svíinn Stefan Lövgren. Lövgren var níu mörkum á eftir Ólafi fyrir úrslitaleik Svía og Þjóðverja en skoraði „bara“ átta mörk í honum og náði því ekki Ólafi. Svíar unnu aftur á móti úrslitaleikinn og urðu Evrópumeistarar. Ólafur gaf einnig 37 stoðsendingar samkvæmt opinberri tölfræði mótsins og átti því þátt 95 mörkum eða 11,9 mörkum að meðaltali í leik. Ólafur nýtti 54 prósent skota sinna (58 af 107) en 18 af mörkum hans komu úr vítaköstum. Ómar Ingi var með 59 mörk og 21 stoðsendingu á þessu Evrópumóti og kom því með beinum hætti að 80 mörkum eða 10 mörkum að meðaltali í leik. Hann nýtti 74 prósent skota sinna og 21 af mörkum hans kom úr vítum. Ómar Ingi Magnusson making a big impact for @HSI_Iceland already tonight!#ehfeuro2022 #watchgamesseemore pic.twitter.com/we4ihIJphT— EHF EURO (@EHFEURO) January 20, 2022 Tvisvar hafa Íslendingar átt næstmarkahæsta leikmanninn á EM en Valdimar Grímsson varð í öðru sæti á EM 2000, fimm mörkum á eftir Úkraínumanninum Oleg Velyky og Guðjón Valur Sigurðsson varð í öðru sæti á EM 2014 sex mörkum á eftir Spánverjanum Joan Canellas. Guðjón Valur er sá einu fyrir utan Ólaf og Ómar Inga sem hefur orðið markakóngur á stórmóti en hann varð markakóngur heimsmeistaramótsins í Þýskalandi 2007. Guðjón Valur náði því að vera meðal þriggja efstu á öllum þremur stórmótunum eða á HM (1. sæti á HM 1997), á EM (2. sæti á EM 2014) og á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL 2008). Valdimar Grímsson náði því eins og Guðjón Valur að vera inn á topp þrjú í markaskorun á öllum stórmótunum eða á HM (3. sæti á HM 1997 í Japan), á Ólympíuleikum (3. sæti á ÓL í Barcelona 1992) og Evrópumóti (2. sæti á EM 2000).
EM karla í handbolta 2022 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Fleiri fréttir Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Sjá meira