Óttast að ferðaþjónustunni blæði út Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 00:01 Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline segir óvíst hvort aðilar í ferðaþjónustu ráði við að hafa starfsfólk í vinnu. Stöð 2 Stjórnendur í ferðaþjónustu segja hætt við að ferðaþjónustunni blæði út ef ekki verði gripið til ráðstafana. Vetrarmánuðirnir hafi verið erfiðir og hætta sé fyrir hendi að ferðaþjónustan verði of löskuð til að taka á móti ferðamönnum í sumar. Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira
Forsvarsmenn og stjórnendur tíu fyrirtækja í ferðaþjónustu sendu frá sér yfirlýsingu fyrr í dag þar sem þeir segja viðbúið að ráðist verði í uppsagnir. Stór hluti fyrirtækja hafi ekki nægar tekjur til að halda starfsfólki og hvað þá ráða inn fólk til að undirbúa komandi sumar. „Því er spáð að ferðamönnum muni fjölga töluvert frá því sem var í fyrra. Þeir muni sækja í að komast á milli staða, gista, skoða, fá leiðsögn, borða og drekka, lenda í ævintýrum, sigla o.s.frv. Viðbúið er að slík þjónusta verði ekki til staðar vegna þess að starfsfólk vantar,“ segir í yfirlýsingunni. Segja ráðningarstyrki bestu leiðina Fyrirtækin telja bestu leiðina að framlengja ráðningarstyrki með örlítið breyttu fyrirkomulagi og stinga upp á því að úrræðið verði framlengt í nokkra mánuði fyrir það starfsfólk sem hefur verið í vinnu á grundvelli ráðningarstyrkjanna. Þórir Garðarsson stjórnarformaður hjá Grayline var meðal þeirra aðila sem skrifuðu undir yfirlýsinguna. Hann ræddi við fréttastofu um málið í dag og segir nauðsynlegt að gripið verði til frekari ráðstafana. Þórir segir að bjart hafi verið yfir í haust og ferðaþjónustufyrirtæki hafi ráðið til sín fjölda starfsmanna. Ómíkron-afbrigði kórónuveirunnar hafi svo sannarlega sett strik í reikninginn. „Það er alveg ljóst að núna í janúar og febrúar verður mun minna að gera en fyrirtæki gerðu ráð fyrir og þá kemur þessi spurning, hvort að fyrirtæki ráði við það, hvort þau eigi að fara að segja upp fólki eða ekki. Og það er það sem eiginlega allir stjórnendur vilja forðast; að segja upp starfsfólki, vegna þess að þá er ekki víst að við fáum þetta fólk aftur þegar við þurfum á því að halda,“ segir Þórir. Hann segir nauðsynlegt að tryggja ráðningarsamband, til dæmis með ráðningarstyrkjum, á meðan erfiðustu mánuðir í ferðaþjónustunni standi yfir. „Þetta er okkar auður í ferðaþjónustunni, það er hæft starfsfólk, og þetta er auðvitað fólkið sem hefur verið með okkur. Og það yrði sorglegt á síðustu metrunum ef fyrirtækin réðu ekki við það að hafa þetta fólk áfram í vinnu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Vinnumarkaður Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti innlent Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar Viðskipti innlent Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Viðskipti innlent Skarphéðinn til Sagafilm Viðskipti innlent Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Viðskipti innlent „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Viðskipti innlent 64 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Viðskipti innlent Sjálfkjörið í stjórn Símans Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Fylltu tankinn fyrir tólf hundruð krónur vegna kommuvillu Kveður Heimildina og hefur störf hjá Rauða krossinum Metsætanýting í febrúar hjá Icelandair Segir skilið við Grillmarkaðinn Skipar í valnefndir til að meta umsækjendur um stjórnarsetu Bein útsending: Iðnþing 2025 – Ísland á stóra sviðinu Airbus vottuð með hreyflum sem knýja þotur Icelandair Vill færa RÚV nær fyrirkomulaginu á Norðurlöndunum Grunnskólarnir pöntuðu fjögur þúsund pizzur Sjá meira