Umfjöllun: Þór Þ. - Stjarnan 88-75 | Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut Andri Már Eggertsson skrifar 28. janúar 2022 22:30 Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Heimamenn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik sem skilaði sér í þrettán stiga sigri 88-75. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn betur og voru að hitta betur úr sínum skotum heldur en gestirnir frá Garðabæ. Stjarnan var aldrei langt á eftir og voru duglegir að taka sóknarfráköst, Stjarnan tók alls tíu sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Stjarnan var lengi að finna þriggja stiga skotið sitt. Gestirnir þurftu tíu þriggja stiga tilraunir til að hitta úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti. Eftir að Stjarnan hitti loksins þriggja stiga skoti fylgdu fimm þriggja stiga körfur í kjölfarið í níu tilraunum. Fyrri hálfleikur einkenndist af áhlaupum beggja liða og vakti það athygli að Glynn Watson var á bekknum þegar Þór Þorlákshöfn sótti í sig veðrið og sat Robert Turner á bekknum hjá Stjörnunni þegar gestirnir spiluðu sinn besta bolta í fyrri hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 50-50. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik betur og gerði fimm fyrstu stig síðari hálfleiks. Þegar það leið á þriðja leikhluta fundu heimamenn betri takt. Þórsarar fóru að spila fastari vörn sem Stjarnan átti í erfiðleikum með að leysa. Heimamenn gerðu síðustu níu stigin í leikhlutanum. Staðan var 70-60 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Íslandsmeistararnir fylgdu eftir góðum endi á þriðja leikhluta með mikilli orku og vinnusemi sem gestirnir áttu fá svör við. Stjarnan reyndi að skjóta sig inn í leikinn með erfiðum þriggja stiga skotum sem fóru ekki ofan í. Þór Þorlákshöfn vann á endanum þrettán stiga sigur 88-75. Þetta var fyrsti sigur Íslandsmeistaranna á árinu 2022. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrri hálfleikur var í járnum en Íslandsmeistararnir sýndu klærnar í seinni hálfleik. Gestirnir áttu í miklum vandræðum með að leysa varnarleik Þórs og tókst Stjörnunni aðeins að skora 25 stig í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var allt í öllu í leik Þórs Þorlákshafnar. Massarelli skoraði 30 stig og gaf 5 stoðsendingar. Ronaldas Rutkauskas átti góðan leik og endaði með tvöfalda tvennu. Rutkauskas skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan var í mikilli krísu sóknarlega í seinni hálfleik. Eftir að hafa skorað 15 stig í fyrri hálfleik skoraði Robert Turner ekki stig í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fer til Ísafjarðar á mánudaginn og mætir Vestra klukkan 19:15. Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Subway-deild karla Stjarnan Þór Þorlákshöfn
Þór Þorlákshöfn komst aftur á sigurbraut eftir að hafa tapað síðustu tveimur leikjum. Heimamenn spiluðu frábærlega í seinni hálfleik sem skilaði sér í þrettán stiga sigri 88-75. Íslandsmeistararnir frá Þorlákshöfn byrjuðu leikinn betur og voru að hitta betur úr sínum skotum heldur en gestirnir frá Garðabæ. Stjarnan var aldrei langt á eftir og voru duglegir að taka sóknarfráköst, Stjarnan tók alls tíu sóknarfráköst í fyrri hálfleik. Stjarnan var lengi að finna þriggja stiga skotið sitt. Gestirnir þurftu tíu þriggja stiga tilraunir til að hitta úr sínu fyrsta þriggja stiga skoti. Eftir að Stjarnan hitti loksins þriggja stiga skoti fylgdu fimm þriggja stiga körfur í kjölfarið í níu tilraunum. Fyrri hálfleikur einkenndist af áhlaupum beggja liða og vakti það athygli að Glynn Watson var á bekknum þegar Þór Þorlákshöfn sótti í sig veðrið og sat Robert Turner á bekknum hjá Stjörnunni þegar gestirnir spiluðu sinn besta bolta í fyrri hálfleik. Eftir skemmtilegan fyrri hálfleik var staðan jöfn 50-50. Stjarnan byrjaði seinni hálfleik betur og gerði fimm fyrstu stig síðari hálfleiks. Þegar það leið á þriðja leikhluta fundu heimamenn betri takt. Þórsarar fóru að spila fastari vörn sem Stjarnan átti í erfiðleikum með að leysa. Heimamenn gerðu síðustu níu stigin í leikhlutanum. Staðan var 70-60 þegar haldið var í síðasta fjórðung. Íslandsmeistararnir fylgdu eftir góðum endi á þriðja leikhluta með mikilli orku og vinnusemi sem gestirnir áttu fá svör við. Stjarnan reyndi að skjóta sig inn í leikinn með erfiðum þriggja stiga skotum sem fóru ekki ofan í. Þór Þorlákshöfn vann á endanum þrettán stiga sigur 88-75. Þetta var fyrsti sigur Íslandsmeistaranna á árinu 2022. Af hverju vann Þór Þorlákshöfn? Fyrri hálfleikur var í járnum en Íslandsmeistararnir sýndu klærnar í seinni hálfleik. Gestirnir áttu í miklum vandræðum með að leysa varnarleik Þórs og tókst Stjörnunni aðeins að skora 25 stig í seinni hálfleik. Hverjir stóðu upp úr? Luciano Nicolas Massarelli var allt í öllu í leik Þórs Þorlákshafnar. Massarelli skoraði 30 stig og gaf 5 stoðsendingar. Ronaldas Rutkauskas átti góðan leik og endaði með tvöfalda tvennu. Rutkauskas skoraði 15 stig, tók 11 fráköst og gaf 6 stoðsendingar. Hvað gekk illa? Stjarnan var í mikilli krísu sóknarlega í seinni hálfleik. Eftir að hafa skorað 15 stig í fyrri hálfleik skoraði Robert Turner ekki stig í seinni hálfleik. Hvað gerist næst? Þór Þorlákshöfn fer til Ísafjarðar á mánudaginn og mætir Vestra klukkan 19:15. Stjarnan fær Þór Akureyri í heimsókn næsta fimmtudag klukkan 19:15. Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Subway-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Subway-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti