Gömul eldflaug SpaceX stefnir hraðbyr á tunglið Samúel Karl Ólason skrifar 26. janúar 2022 14:00 Talið er að eldflaugin muni brotlenda á myrku hlið tunglsins þann 4. mars. Vísir/Vilhelm Falcon 9 eldflaug sem starfsmenn SpaceX skutu út í geim frá Flórída árið 2015 virðist ætla að brotlenda á tunglinu á næstu vikum. Síðan þá hefur eldflaugin verið á fleygiferð í kringum jörðina og tunglið. Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu. SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Við hefðbundnar kringumstæður er Falcon 9 eldflaugum lent aftur á jörðinni en það var ekki hægt í þessu tilfelli. Eldflaugin bar Deep Space Climate Observatory-gervihnöttinn út í geim en honum þurfti að koma í um milljón kílómetra fjarlægð frá jörðu, á svokallaðan Lagrange punkt-1. Lagrange-punktar eru sérstakir kyrrstöðupunktar sem verða til út frá þyngdarkrafti tveggja fyrirbæra sem hafa sömu þyngdarmiðjuna, eins og það er orðað á Vísindavefnum. Í þessu tilfelli eru fyrirbærin sólin og jörðin. James Webb geimsjónaukinn lauk í vikunni ferðalagi sínu til Lagrange punkts-2. Sjá einnig: James Webb kominn á áfangastað Áhugasamir geta kynnt sér Lagrange-punktana frekar og á myndrænan hátt hér á vef NASA. Þetta var í fyrsta sinn sem SpaceX sendi farm svo langt út í geim. Vegna þess hve langt þurfti að koma DSCO var ekki hægt að lenda eldflauginni aftur. Þó eldflaugin hafi farið langt, fór hún ekki nógu langt til að komast undan þyngdarafli jarðarinnar og tunglsins og hefur verið á ferð um svæðið frá 2015. Nú virðist þeirri ferð vera að ljúka. Jonathan McDowell er stjarnfræðingur við Harvard-háskóla. Hann segir brotlendinguna áhugaverða en ekkert merkilega. For those asking: yes, an old Falcon 9 second stage left in high orbit in 2015 is going to hit the moon on March 4. It's interesting, but not a big deal.— Jonathan McDowell (@planet4589) January 25, 2022 Í nýlegri grein á vef Ars Technica segir að sérfræðingar telji að eldflaugin muni brotlenda á tunglinu þann 4. mars. Ekki er talið að brotlendingin verði sjáanleg frá jörðinni þar sem eldflaugin mun líklegast skella á bakhlið tunglsins, um miðbaug þess. Gervihnettir sem eru á braut um tunglið gætu þó aflað upplýsinga um brotlendinguna, þó þeir muni líklega ekki fanga brotlendinguna sjálfa. Eldflaugin er um fjögur tonn að þyngd og ætti að skella á tunglinu á um 2,58 kílómetra hraða á sekúndu.
SpaceX Geimurinn Tunglið Tengdar fréttir Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50 Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01 Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07 Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Eini almyrkvi ársins séður úr geimnum og frá Suðurskautinu Eini almyrkvi ársins var eingöngu sýnilegur frá Suðurskautslandinu um helgina, eða úr geimnum þar sem hann var fangaður á mynd. 6. desember 2021 10:50
Það helsta í geimnum 2022: Aldrei meira um að vera í geimnum og leitin að lífi heldur áfram Vendingar í geimferðum og geimvísindum hafa verið miklar og hraðar á undanförnum árum og jafnvel sérstaklega í fyrra. Þessi þróun virðist ætla að halda áfram árið 2022 þar sem sífellt fleiri ríki og fyrirtæki koma sér fyrir á þessu sviði. 4. janúar 2022 08:01
Kvarta eftir að hafa þurft að færa geimstöðina vegna gervihnatta Musk Yfirvöld í Kína hafa kvartað til Sameinuðu þjóðanna eftir að gervihnettir á vegum SpaceX, geimfyrirtækis auðkýfingsins Elon Musk, voru nærri því að að klessa á kínversku geimstöðina á árinu. 28. desember 2021 08:07
Ruslahaugur á sporbraut: Hættan á stórslysi eykst sífellt Spútnik, fyrsta gervihnetti jarðarbúa, var skotið á loft frá Sovétríkjunum árið 1957. Síðan þá hefur þúsundum gervihnatta og annarra muna verið skotið á braut um jörðu. Mikil óreiða ríkir á sporbraut og gífurlegt magn svokallaðs geimrusls hefur myndast þar. 10. maí 2021 12:47