Vaktaskipti á Alþingi Dofri Hermannsson skrifar 24. janúar 2022 13:30 Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Stuðningsaðgerðir síðustu ríkisstjórnar við lítil fyrirtæki í ferðaþjónustu björguðu fjölda fyrirtækja um allt land frá því að fara í þrot. Fjölskyldufyrirtækjum þar sem einstaklingar hafa með mikilli vinnu og þolinmæði byggt upp einstaka þjónustu og viðskiptatengsl. Þessi litlu fyrirtæki eru kryddið í ferðaþjónustunni á Íslandi, þar sem gestir fá persónulega þjónustu frá fólki sem hefur lagt sál sína í að byggja upp starfsemina, hvort sem það er leiðsögn, sveitagisting eða önnur upplifun. Rödd þeirra mörgu en smáu Það var þó ekki einfalt að fá aðgerðir fyrir litlu fyrirtækin. Þau þurftu virkilega að hafa fyrir því að rödd þeirra heyrðist. Sjálfsprottin samtök þessara fyrirtækja urðu til og fólk sem þegar barðist í bökkum lagði á sig ómælda vinnu til að ná eyrum og skilningi ráðamanna. Það tókst, þingmenn úr öllum flokkum hlustuðu og lögum var breytt þannig að litlu fyrirtækin nytu líka stuðnins. Með því var miklum verðmætum bjargað. Nú hafa samtökin sent inn umsögn við frumvarp um aðgerðir til stuðnings fyrirtækjum í veitingageiranum og spyrja þar mikilvægra spurninga: Hvað varð um vitneskjuna um hvað felst í því t.a.m. að vera lítið fyrirtæki úti á landi? Hvað varð um vitneskjuna um það hvernig rekstri er háttað og hvað þarf til að reksturinn gangi upp? Hvað varð um vitneskjuna um samþættingu ferðaþjónustunnar, að einn geirinn hefur áhrif á annan? Hvað er veitingageirinn án annarrar ferðaþjónustu og hún án veitingageirans? Hvað varð um vitneskjuna um hversu mikilvæg ferðaþjónustan í heild sinni er m.a. byggðastefnunni, eflingu landsbyggðarinnar ogþví að sporna við fólksflótta af landsbyggðinni, uppbyggingu og nýsköpun? Þegar þekking og tengingar glatast Svarið við spurningunni er augljóst. Þekkingin er í kollinum á einstaklingum sem eru komnir til annarra starfa. Í stað þeirra þingmanna sem hlustuðu í fyrra er komið nýtt fólk sem enn þekkir ekki stöðu lítilla ferðaþjónustufyrirtækja. Þetta er í raun sama vandamál og ef þessi litlu fyrirtæki færu í þrot. Þekking þeirra og tengingar við erlenda gesti myndu glatast og langan tíma tæki að byggja slíka þekkingu aftur upp. Flest bendir til þess að ferðamenn fari aftur að koma með vorinu. Þá viljum við að hin þúsund litlu blóm íslenskrar ferðaþjónustu springi út og dafni. Til að það geti gerst þurfa nýir þingmenn að bregast hratt við, afla sér þekkingar og móta aðgerðir sem gagnast litlum fyrirtækjum og einyrkjum í ferðaþjónustu. Það þarf að gerast hratt. Höfundur stofnaði 2017 fyrirtækið Reykjavik erupts og hefur síðan þá farið með nokkur þúsund ferðamenn um Reykjanesskagann, sýnt þeim þá lítt þekktu náttúruperlu og sagt frá því hvernig eldvirkni á skaganum gæti brotist út.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun