Hernaðaruppbygging Rússa heldur áfram Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2022 11:30 Frá heræfingum í Rússlandi í desember. AP/Varnarmálaráðuneyti Rússlands Hernaðaruppbygging Rússa við landamæri Úkraínu heldur áfram en viðræður um spennuna í Austur-Evrópu virðast hafa skilað litlum árangri. Yfirvöld í Bretlandi saka Rússa um að ætla sér að gera innrás í Úkraínu og koma á laggirnar ríkisstjórn sem væri hliðholl Rússlandi. Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara. Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Utanríkisráðuneyti Bretlands sagðist í gær hafa upplýsingar um að Rússar hefðu leitað til úkraínskra stjórnmálamanna sem væru hliðhollir Rússlandi varðandi það að mynda nýja ríkisstjórn í Kænugarði. Meðal annars hefði verið leitað til Yevheniy Murayev, fyrrverandi þingmanns. Bretar nefndu fleiri stjórnmálamenn og sagði þá með tengsl við leyniþjónustur Rússlands en Murayev er leiðtogi lítils stjórnmálaflokks sem er hliðhollur Rússum en hefur engin sæti á þingi. Þá sögðu Bretar að reyni Rússar að koma strengjabrúðum fyrir í Kænugarði verði Rússland beitt hörðum refsiaðgerðum. AP fréttaveitan hefur eftir Maríu Zakaróva, talskonu utanríkisráðuneytis Rússlands að ásakanir Breta séu til marks um viðleitni Atlantshafsbandalagsins til að auka spennuna í tengslum við Úkraínu. Þær séu þvæla. Rússar hafa komið fyrir tugum þúsunda hermanna við landamæri Úkraínu á undanförnum vikum og mánuðum og er óttast að þeir ætli sér að gera aðra innrás í landið. Rússar gerðu innrás í Úkraínu árið 2014 og innlimuðu Krímskaga. Þá hafa Rússar stutt dyggilega við bakið á aðskilnaðarsinnum í austurhluta Úkraínu með vopnum og hermönnum. Átökin þar eru talin hafa kostað allt að fimmtán þúsund manns lífið í gegnum árin. Ráðamenn í Rússlandi segjast ekki ætla að gera aðra innrás í Úkraínu. Þeir krefjast þess að Úkraínu verði meinaður mögulegur aðgangur að NATO í framtíðinni. Þá hafa þeir krafist þess að Atlantshafsbandalagið fjarlægi allar hersveitir og vopn úr Austur-Evrópu. Forsvarsmenn NATO hafa sagt að ekki komi til greina að verða við kröfum Rússa. Það sé íbúa þeirra ríkja sem vilja aðild að ákveða að sækja um og þá sé það aðildarríkjanna að ákveða hvort samþykkja eigi umsóknir eða ekki. Sjá einnig: Rússar búast við svörum við kröfum sínum í næstu viku Fluttir um rúmlega sex þúsund kílómetra Rússar hafa fjölgað hermönnum við landamæri Úkraínu á undanförnum dögum og aukið getu sína til að gera innrás í landið. Sex rússneskum herskipum, sem geta verið notuð til að lenda hermönnum og skriðdrekum af hafi, hefur verið siglt á svæðið og þar að auki hefur fjöldi hermanna verið fluttur meira en sex þúsund kílómetra, frá austurhluta Rússlands til Hvíta-Rússlands, samkvæmt frétt Guardian. Meðal þessarar hermanna eru sérsveitarmenn og komu þeir með loftvarnarbúnað og skammdrægar eldflaugar sem gætu drifið frá Hvíta-Rússlandi til Kænugarðs og lent þar með litlum sem engum fyrirvara.
Úkraína Rússland Hernaður Bretland Tengdar fréttir Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23 „Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48 „Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15 Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09 Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent Grátbiðja deiluaðila að finna lausn Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Fleiri tilkynningar um týnd ungmenni en allt árið í fyrra Innlent Afskipti af bifreið endaði með handtöku fjögurra manna Innlent Lausir hundar hafi drepið fleiri kindur Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Fleiri fréttir Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Sjá meira
Stjóri Sameinuðu þjóðanna segir heiminn fara versnandi Antonio Guterres, framkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir heiminn að mörgu leyti verri síðan hann hóf fyrsta kjörtímabil sitt fyrir fimm árum. Það sé vegna faraldurs kórónuveirunnar, veðurfarsbreytinga og aukinnar spennu ríkja á milli. 21. janúar 2022 10:23
„Það er ekkert sem kallast minniháttar innrás“ Forseti Úkraínu svaraði Bandaríkjaforseta fyrr í dag og segir að það sé ekkert sem hægt sé að kalla minniháttar árás; rétt eins og það séu engin minniháttar mannaföll eða lítilsháttar hryggð vegna ástvinamissis. 20. janúar 2022 21:48
„Rússarnir eru að sameina NATO“ Erindrekar Bandaríkjanna og Evrópu funda nú í Berlín vegna mögulegrar innrásar Rússlands í Úkraínu. Útlit er þó fyrir að spennan í Austur-Evrópu muni mögulega endurvekja Atlantshafsbandalagið. 20. janúar 2022 14:15
Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. 20. janúar 2022 13:09