Allt gæti farið úr böndunum hjá Rússum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 20. janúar 2022 13:09 Jón Ólafsson, hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands. Hann er prófessor við Háskóla Íslands. vísir/arnar Prófessor í stjórnmálaheimspeki segir afleiðingar af mögulegri innrás Rússa í Úkraínu geta verið grafalvarlegar. Þegar spenna sé orðin eins mikil og nú þurfi lítið til að allt fari úr böndunum og stríð eða jafnvel styrjöld brjótist út. Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón. Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Rússar fóru að færa meira herlið að landamærum Úkraínu fyrir um tveimur mánuðum. Síðan hefur spenna magnast mjög á svæðinu og sífellt fleiri fréttir berast af því að Rússar búi sig undir innrás í landið. Joe Biden Bandaríkjaforseti gekk svo langt í gær að segja að hann teldi víst að Rússar myndu taka það skref. Jón Ólafsson, stjórnmálaheimspekiprófessor við Háskóla Íslands sem hefur sérhæft sig í málefnum Rússlands, telur ólíklegt að Bandaríkjaforseti hafi endilega mikið fyrir sér í sínum yfirlýsingum en vilji skerpa betur á alvarleika stöðunnar fyrir alþjóðasamfélaginu. Gígantískt skref að ráðast inn í landið Hann segir þó að mjög margt bendi til að Rússar séu tilbúnari nú en nokkru sinni fyrr að ráðast inn í Úkraínu. „Það að fara inn í Úkraínu með herlið er alveg gígantískt skref fyrir Rússa,“ segir Jón. Þeir hafi til dæmis aldrei viðurkennt að hafa ráðist á Úkraínumenn og þegar þeir tóku Krímskaga 2014 var sú aðgerð máluð upp sem björgunaraðgerð fyrir fólkið þar. Úkraínskur hermaður tilbúinn í átök við landamærin. Rússar hafa komið 100 þúsund hermönnum fyrir á svæðinu.ap/Andriy Dubchak Ef Rússar gengju svo langt segir Jón ómögulegt að spá fyrir um hvort önnur lönd myndu blanda sér í stríðið. „Nú spá því flestir að í raun myndu Vesturlönd ekki ganga svo langt en þetta er bara svo alvarlegt mál, þetta er svo stór breyting á þessu viðkvæma samkomulagi um landamæri sem hefur verið að smáriðlast síðan kalda stríðinu lauk að afleiðingarnar eru bara ófyrirsjáanlegar,“ segir Jón. Er þá ekki hætta á því að heimsstyrjöld brjótist jafnvel út? „Ætli það... En svona spenna getur samt farið úr böndunum. Það er það sem er alltaf stóra hættan í þessu,“ segir Jón.
Úkraína Rússland Hernaður NATO Bandaríkin Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira