Menning

Flestir sem fá lista­manna­laun eru á fimmtugs- og sex­tugs­aldri

Jakob Bjarnar skrifar
Rannís er byrjað að senda út bréf til umsækjenda um starfslaun listamanna. Þeir sem eru eldri en fertugir eiga meiri möguleika á að fá en þeir sem yngri eru.
Rannís er byrjað að senda út bréf til umsækjenda um starfslaun listamanna. Þeir sem eru eldri en fertugir eiga meiri möguleika á að fá en þeir sem yngri eru. List án landamæra.

Rannís er um þessar mundir að senda út bréf til umsækjenda um starfslaun listamanna. Og bíða væntanlega margir þess spenntir að sjá hvað kemur á daginn í þeim efnum.

Fyrir liggur greining á því hversu margir sóttu um og hverjir fá. Þannig hefur til að mynda verið skoðuð aldursdreifing þeirra listamanna sem fá úthlutað og það kemur á daginn að 45 prósent þeirra sem fá úthlutað eru á fimmtugs- og sextugsaldri, eða á aldrinum 41 til 59 ára. 42 prósent hópsins eru fjörutíu ára eða yngri, þar af 12 prósent þrjátíu ára og yngri. Þeir á fertugsaldri sem fá úthlutað eru því heil 30 prósent. Að lokum eru þeir sem eru sextíu ára og eldri og fá úthlutað eru 14 prósent. Hér fyrir neðan má sjá nánar hvernig þetta skiptist.

Hér má sjá töflu yfir umsækjendur flokkað eftir mismunandi listgreinum og aldri umsækjenda.skjáskot/rannís

Þá hafa umsóknir og úthlutanir verið greindar út frá kyni og búsetu. Samtals var sótt um 10,740 mánuði af umsækjendum sem eru 1,117 talsins. Fleiri konur en karlar sækja um eða 614 á móti 503 körlum. Úthlutun er að einhverju leyti í samræmi við það en 107 karlar fá úthlutað starfslaunum listamanna á móti 129 konur.

Hér eru umsækjendur og þeir sem fá flokkaðir út frá kyni og búsetu.skjáskot/rannís

Tengdar fréttir

Listamannalaunin hækka um 80 þúsund krónur á árinu

Listamannalaunin hækkuðu um tæpar 20 þúsund krónur um áramótin, til samræmis við launa- og verðlagshækkun fjárlaga 2022. Þau munu hækka enn meira á árinu vegna ákvörðunar ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra um að hækka framlög til launasjóðs listamanna um 100 milljónir króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.