Handbolti

Guð­mundur búinn að vera í ein­angrun síðan fyrir jól

Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar
Guðmundur Guðmundsson er ekki sáttur með sóttvarnir í Ungverjalandi.
Guðmundur Guðmundsson er ekki sáttur með sóttvarnir í Ungverjalandi. Getty/Slavko Midzor

Guðmundur Guðmundsson, þjálfari íslenska landsliðsins í handbolta, skilur lítið í sóttvarnarreglum – eða skorti þar á – Evrópumótsins í handbolta. Guðmundur hefur svo gott sem verið í einangrun síðan fyrir jól.

Íslenska landsliðið er að koma sér fyrir í Ungverjalandi en liðið hefur leik á EM á föstudaginn kemur. Leikmenn og þjálfarar hafa kvartað yfir slökum sóttvarnarreglum mótshaldara.

Íslensku strákarnir hafa verið í einangrun síðan í byrjun ársins og voru því frelsinu fegnir að vera komnir til Ungverjalands loksins. Þar eiga þeir að vera áfram í svokallaðri „búbblu“ svo það kom eðlilega mjög á óvart að hótelið sem þeir gista á er stútfullt af gestum héðan og þaðan.

Það er því talsvert meiri smithætta á hótelinu en menn gerðu ráð fyrir. Það fór ekki vel ofan í Guðmund Guðmundsson.

„Ég er búinn að vera í einangrun nánast frá því fyrir jól með minni fjölskyldu til að minnka líkurnar á að ég myndi smitast, svo er þetta skrítið. Að vera lokaður inn á hóteli í búbblu frá 2. janúar og þá auðvitað hefði maður búist við að það væri tekið af meiri alvöru hér en svo virðist ekki vera. Kannski verður gerð breyting á því,“ sagði Guðmundur í viðtali við Henry Birgi Gunnarsson um stöðu mála í Ungverjalandi.

Íslenska landsliðið kom saman á öðrum degi ársins til að sporna við því að menn myndu smitast skömmu fyrir mót. Töluvert strangari sóttvarnarreglur voru við lýði hér á landi en í Ungverjalandi.


Tengdar fréttir

Ferðasaga landsliðsins til Ungverjalands

Íslenska karlalandsliðið í handbolta flaug til Búdapest í Ungverjalandi í gær og yfirgaf því sóttvarnarkúlu sína á Íslandi eftir níu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×