Dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna veðmálasvindls Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 12. janúar 2022 07:00 Pawel Cibicki í leik með Elfsborg. EPA-EFE/Adam Ihse Sænski knattspyrnumaðurinn Pawel Cibicki hefur verið dæmdur í fjögurra ára keppnisbann vegna veðmálasvindls. Frá þessu greindi alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, í gær. Í desember greindi Vísir frá því að Cibicki hefði fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik gegn greiðslu. Þá hafði sænska knattspyrnusambandið dæmt Cibicki í fjögurra ára keppnisbann innan Svíþjóðar. Árið 2019 var Cibicki á láni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg frá Leeds United í Englandi. Talið er að leikmaðurinn hafi fengið 4,3 milljónir króna fyrir að fá gult spjald í leik Elfsborg og Kalmar. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hinn 27 ára gamli Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Cibicki er í dag leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi og því hafði dómur sænska knattspyrnusambandsins engin áhrif á hann. Nú hefur FIFA hins vegar ákveðið að gera slíkt hið sama og dæma hann í fjögurra ára bann. Bannið nær yfir öll aðildarlönd FIFA. JUST NU: Fifa stänger av Pawel Cibicki från spel i hela världen i fyra århttps://t.co/o7zUeGGqyQ— Sportbladet (@sportbladet) January 11, 2022 Cibicki lék með Leeds frá 2017-2020 en spilaði lítið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Hann hefur áfrýjað máli sínu í Svíþjóð og ef sænska íþróttsambandið kemst að annarri niðurstöðu en knattspyrnusamband landsins gæti farið svo að FIFA breyti ákvörðun sinni. Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Í desember greindi Vísir frá því að Cibicki hefði fengið tveggja ára skilorðsbundinn dóm fyrir að ná sér vísvitandi í gult spjald í leik gegn greiðslu. Þá hafði sænska knattspyrnusambandið dæmt Cibicki í fjögurra ára keppnisbann innan Svíþjóðar. Árið 2019 var Cibicki á láni hjá sænska úrvalsdeildarfélaginu Elfsborg frá Leeds United í Englandi. Talið er að leikmaðurinn hafi fengið 4,3 milljónir króna fyrir að fá gult spjald í leik Elfsborg og Kalmar. Þegar skammt var til leiks voru opnaðir 27 nýir veðmálareikningar þar sem veðjað var á að Cibicki fengi spjald. Hinn 27 ára gamli Cibicki hefur alltaf haldið fram sakleysi sínu og vildi meina að milljónirnar sem hann fékk hefðu verið lán. Cibicki er í dag leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi og því hafði dómur sænska knattspyrnusambandsins engin áhrif á hann. Nú hefur FIFA hins vegar ákveðið að gera slíkt hið sama og dæma hann í fjögurra ára bann. Bannið nær yfir öll aðildarlönd FIFA. JUST NU: Fifa stänger av Pawel Cibicki från spel i hela världen i fyra århttps://t.co/o7zUeGGqyQ— Sportbladet (@sportbladet) January 11, 2022 Cibicki lék með Leeds frá 2017-2020 en spilaði lítið og var lánaður til Molde í Noregi, Elfsborg í Svíþjóð og ADO Den Haag í Hollandi. Síðustu tvö ár hefur hann verið leikmaður Pogon Szczecin í Póllandi. Hann hefur áfrýjað máli sínu í Svíþjóð og ef sænska íþróttsambandið kemst að annarri niðurstöðu en knattspyrnusamband landsins gæti farið svo að FIFA breyti ákvörðun sinni.
Fótbolti Sænski boltinn Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira