Kaupfélag Skagfirðinga tekur Teyg úr sölu og slítur samstarfi við Arnar Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 10. janúar 2022 15:40 Kaupfélag Skagfirðinga, sem á og framleiðir Teyg, hefur hætt framleiðslu á drykknum og hefur slitið öllu samstarfi við Arnar Grant. Skjáskot Kaupfélag Skagfirðinga hefur ákveðið að hætta framleiðslu á prótíndrykknum Teyg og taka hann úr sölu. Einkaþjálfarinn Arnar Grant þróaði og markaðssetti drykkinn í samstarfi við Kaupfélagið. Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar. Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Arnar fór í síðustu viku í tímabundið leyfi frá verktakastörfum sínum hjá World Class eftir að Vítalía Lazareva, 24 ára gömul kona, greindi frá ástarsambandi þeirra Arnars, sem er tæplega fimmtugur. Hún sakar vini hans þá um að hafa brotið á sér kynferðislega fyrir framan hann. Stundin greinir nú frá því að Kaupfélag Skagfirðinga hafi ákveðið að taka jurtaprótíndrykkinn Teyg úr sölu, hætta framleiðslu hans og slíta öllu samstarfi við Arnar Grant. Arnar þróaði drykkinn fyrir KS ásamt útvarpsmanninum Ívari Guðmundssyni. Magnús Freyr Jónsson, framkvæmdastjóri Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, segir í samtali við Stundina að búið sé að loka Facebook- og Instagram-síðum Teygs. Þá sé verið að tæma hillurnar og hætt að dreifa vörunni. „Nú er bara kominn upp algjör forsendubrestur í því samstarfi og við kærum okkur ekkert um að halda því áfram,“ segir Magnús við Stundina. Talsvert fjárhagslegt tjón felist í ákvörðun fyrirtækisins en ekki sé búið að ákveða hvort KS muni markaðssetja vöruna undir nýju nafn eða hefja framleiðslu á sambærilegri vöru. Frásögn Vítalíu olli miklu fjaðrafoki í síðustu viku en hún sagði sögu sína í hlaðvarpinu Eigin konur á þriðjudag fyrir viku. Greindi hún þar frá upplifun sinni af sumarbústaðarferð í desember 2020 en hún hafði farið í bústaðinn til að hitta Arnar, sem þá var ástmaður hennar. Sagði hún að þrír vinir Arnars hafi verið þar, allir yfir fimmtugu, og hafi svo farið að þeir hafi brotið á henni kynferðislega í heitum potti í ferðinni. Mennirnir eru samkvæmt heimildum fréttastofu Ari Edwald, Hreggviður Jónsson og Þórður Már Jóhannesson. Ari Edwald, fyrrverandi framkvæmdastjóri Ísey útflutnings fór í tímabundið leyfi á fimmtudag en honum var sagt upp störfum í gær. Hreggviður Jónsson, aðaleigandi Veritas Capital og þáverandi stjórnarformaður, steig úr stjórn félagsins og annarra tengdra fyrirtækja á fimmtudag. Þá sagði Þórður Már af sér sem stjórnarformaður Festi. Fjölmiðlamaðurinn Logi Bergmann Eiðsson er sömuleiðis farinn í frí frá K100 en Vítalía hefur sakað hann um að hafa gengið inn á sig og Arnar í golfferð í Borgarnesi í haust. Vítalía segir að í kjölfarið hafi Arnar keypt þagmælsku Loga fyrir kynferðislega greiða með henni. Logi hefur neitað að hafa brotið kynferðislega á henni en sagði í Facebook-færslu í síðustu viku að hann hafi farið yfir mörk fólks. Ekki náðist í Magnús Frey Jónsson, framkvæmdastjóra Mjólkursamlags Kaupfélags Skagfirðinga, við gerð þessarar fréttar.
Mál Vítalíu Lazarevu MeToo Kynferðisofbeldi Auglýsinga- og markaðsmál Tengdar fréttir Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16 Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54 Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50 Mest lesið Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Viðskipti innlent Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Viðskipti innlent „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Sjá meira
Ara Edwald sagt upp störfum í kjölfar ásakana um kynferðisofbeldi Ara Edwald, framkvæmdastjóra Íseyjar útflutnings, hefur verið sagt upp störfum. Uppsögnin tók strax gildi. 9. janúar 2022 23:16
Þolendur kynferðisofbeldis þurfi sams konar vernd og uppljóstrarar Stjórn Íslandsdeildar samtakanna Transparency International óskar eftir sams konar vernd fyrir þolendur kynferðisofbeldis og við á um uppljóstrara, eftir að fimm þjóðþekktir menn stigu til hliðar í vikunni í tengslum við ásakanir um kynferðisbrot. 8. janúar 2022 12:54
Atburðir gærdagsins marki tímamót í baráttu gegn kynferðisofbeldi Prófessor í heimspeki segir gærdaginn, þegar fimm þjóðþekktir karlmenn ýmist létu af störfum eða fóru í leyfi í tengslum við ásakanir ungrar konu um að fjórir þeirra hafi brotið á henni á meðan hún átti í ástarsambandi við vin þeirra, vera sögulegan. 7. janúar 2022 21:50