Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála Hreggviðs Jakob Bjarnar skrifar 10. janúar 2022 12:38 Sigursteinn Másson hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem að í yfirlýsingum fyrirtækis Hreggviðs hafi nafn síns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem sé villandi og og skaðlegt. Sigursteinn Másson kvikmyndagerðarmaður með meiru telur sig hafa orðið fyrir tjóni vegna mála sem snúa að Hreggviði Jónssyni. Þetta er vegna sama nafns á tveimur óskildum fyrirtækjum: Veritas ehf og Veritas Capital en hér er um tvennt ólíkt að ræða. Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór. Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Sigursteinn sendi frá sér yfirlýsingu í nafni Veritas ehf nú um hádegisbil þar sem segir að allir helstu fjölmiðlar landsins hafi fjallað um það, föstudaginn 6. janúar og dagana á eftir; „að Hreggviður Jónsson stjórnarformaður Veritas hefði ákveðið að segja af sér stjórnarformennsku og segja sig sömuleiðis úr stjórnum fyrirtækja tengdum Veritas. Ástæðan var sögð ásökun um kynferðisbrot sem kom fram í hlaðvarpsþætti og áður á samfélagsmiðlum. Í tilkynningu hans sagðist hann stíga til hliðar úr stjórn Veritas og tengdra fyrirtækja til að raska ekki þeirra mikilvægu starfsemi,“ segir í yfirlýsingu Sigursteins. Sigursteinn kominn með lögmann í málið En hér stendur hnífur í kúnni því fyrirtæki sem nefnt er Veritas í yfirlýsingunni, og síðan margsinnis í fjölmiðlum, var stofnað árið 2002 og heitir réttu nafni Veritas Capital. „Veritas ehf var stofnað snemma árs 1996, sex árum áður en Veritas Capital, og var fyrsta verkefni Veritas að framleiða heimildaþættina Aðför að lögum, um hin svokölluðu Guðmundar- og Geirfinnsmál sem frumsýndir voru í Ríkissjónvarpinu vorið 1997. Bæði í fréttaflutningi sem og í yfirlýsingum aðila hefur nafn míns félags verið notað en ekki fullt nafn viðkomandi félags sem er villandi og er það tilefni þessarar yfirlýsingar,“ segir í yfirlýsingunni. Sævar Þór Jónsson lögmaður segir þetta vissulega einstakt mál, hann man ekki eftir sambærilegum málum í svipinn en nú sé verið að meta það tjón sem Sigursteinn telur sig hafa orðið fyrir vegna þessa nafnabrengls.Vísir/Vilhelm Sigursteinn hefur fengið lögmann til að reka þetta mál en það er Sævar Þór Jónsson lögmann. Hann segir þetta skrítna stöðu fyrir Sigurstein að vera í. „Þetta snýr að því að hann er í samningaviðræðum um ákveðin verkefni en í þær hafa komið babb í bát eftir þennan fréttaflutning. Það er ekki nægjanleg aðgreining á þessum fyrirtækjum,“ segir Sævar. Verið að meta tjónið Fyrir jól hófust samingaviðræður milli þessara fyrirtækja að Veritas Capital myndi leysa nafnið til sín en vegna þessarar tengingar hefur komið upp ruglingur milli þessara fyrirtækja, því oftast er bara talað um Veritas, að sögn Sævars. „Sem er allt annað félag. Og sérstaklega í tengslum við þennan fréttaflutning varðandi þetta mál þá hefur það valdið slíkum ruglingi varðandi samningaviðræður varðandi frekari verkefni. Skiljanlegt að hann vilji losna frá nafninu og um það snúast þessar samingaviðræður. Hann telur sig hafa orðið fyrir tjóni og það er verið að meta það,“ segir Sævar Þór.
Höfundarréttur Kynferðisofbeldi MeToo Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira