„Fossvogshrellirinn“ skelfir íbúa í Efstaleiti Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 8. janúar 2022 16:25 Vert er að taka fram að þetta er ekki „Fossvogshrellirinn“ heldur Ingþór Ásgeirsson. Aðsend Íbúi í Efstaleiti í Reykjavík lenti í þeirri óskemmtilegu reynslu að rekast á innbrotsþjóf í bílakjallara í húsi sínu í gær. Hann gaf sig á tal við þjófinn sem réðst þá á hann í kjölfarið, en íbúar í Fossvoginum kannast vel við kauða. Innbrotsþjófurinn virðist nú hafa fært sig um set. Ingþór Ásgeirsson, íbúi í Efstaleiti, fékk símhringu frá nágranna sínum þess efnis að brotist hafi verið inn í bíla í bílageymslu í íbúðarblokk hans. Ingþór ákvað að kanna málið og rölta aðeins um ganga blokkarinnar en brotist hefur verið í blokkina sjö sinnum á síðustu átta mánuðum eða svo. 118 íbúðir eru í kjarnanum sem um ræðir, sem er nýbygging í Efstaleitinu. Ekki leið á löngu þar til að hann rakst á mann sem honum fannst haga sér undarlega, vera flóttalegur, og þar að auki kannaðist hann alls ekkert við manninn. Ingþór segir í samtali við fréttastofu að íbúar í hverfinu séu orðnir langþreyttir á innbrotunum. Tjónið nálgist nú líklega einhverjar milljónir króna. „Þá gef ég mig á tal við hann og ætlaði að heyra hvað hann væri að gera þarna. Hann var svona skringilegur og eins og hann væri nú í einhverri vímu fannst mér. Svo fór hann að labba í áttina að útidyrahurðinni og ég ætlaði nú bara að stoppa hann af og bað félaga minn um að hringja á lögregluna. Svo stóð ég fyrir honum í dyragættinni þangað til að hann tók sig til og réðst á mig,“ segir Ingþór í samtali við fréttastofu. Hljóp á eftir honum á flatbotna inniskóm Ingþór birti Facebook færslu um málið í gær en nokkrir taka undir í athugasemdum og einhverjir kannast við einstaklinginn sem um ræðir. Íbúar í hverfinu hafa margir lent í manninum og kalla hann einfaldlega „Fossvogshrellinn.“ Ingþór var óvenjubrattur þegar blaðamaður náði af honum tali fyrr í dag en segir málið að sjálfsögðu óþægilegt. „Aulinn slapp út, auðvitað ég á eftir honum hugsunarlaust á hlaupum á flatbotna inniskóm sem auðveldaði honum verkið að stinga mig af (hefur að sjálfsögðu ekkert með það að gera að ég sé frekar þéttur á velli og hinn spengilegur unglingur á amfetamínspítti),“ segir Ingþór í færslu á Facebook síðu sinni og bætir við að stundum þurfi maður að gera grín að sjálfum sér. Harmar að engin úrræði séu til Ingþór segir að íbúar hverfisins séu nánast í gíslingu og harmar að engin hjálp sé til staðar fyrir einstaklinga í sömu stöðu og þjófurinn. Hann sé líklega í neyslu og grípi til þess örþrifaráðs að brjótast inn í bíla og geymslur: „Þetta er eiginlega orðið ákall til samfélagsins, að það þurfi nú eitthvað að fara að huga að samfélagsgerðinni og þeim úrræðum sem eru til staðar,“ segir Ingþór „Sorglegasta ástandið er staðan sem þessi einstaklingur er kominn í sem veldur því síðan að fjölskyldur eru búnar að fjárfesta í alls konar myndavélum og við erum búin að fara í fullt af aðgerðum sem hafa kostað okkur hundruðir þúsunda,“ segir Ingþór og bætir við að verið sé að setja upp fleiri myndavélar í húsinu. Lögregla staðfesti í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um innbrot í geymslur í og bíla í Efstaleitinu. Lögregla kom fljótt á vettvang og náði að handtaka einstaklinginn eftir ábendingu Ingþórs. Innbrotsþjófurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna sams konar brota og gistir enn í fangageymslu þegar fréttin er skrifuð. Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Ingþór Ásgeirsson, íbúi í Efstaleiti, fékk símhringu frá nágranna sínum þess efnis að brotist hafi verið inn í bíla í bílageymslu í íbúðarblokk hans. Ingþór ákvað að kanna málið og rölta aðeins um ganga blokkarinnar en brotist hefur verið í blokkina sjö sinnum á síðustu átta mánuðum eða svo. 118 íbúðir eru í kjarnanum sem um ræðir, sem er nýbygging í Efstaleitinu. Ekki leið á löngu þar til að hann rakst á mann sem honum fannst haga sér undarlega, vera flóttalegur, og þar að auki kannaðist hann alls ekkert við manninn. Ingþór segir í samtali við fréttastofu að íbúar í hverfinu séu orðnir langþreyttir á innbrotunum. Tjónið nálgist nú líklega einhverjar milljónir króna. „Þá gef ég mig á tal við hann og ætlaði að heyra hvað hann væri að gera þarna. Hann var svona skringilegur og eins og hann væri nú í einhverri vímu fannst mér. Svo fór hann að labba í áttina að útidyrahurðinni og ég ætlaði nú bara að stoppa hann af og bað félaga minn um að hringja á lögregluna. Svo stóð ég fyrir honum í dyragættinni þangað til að hann tók sig til og réðst á mig,“ segir Ingþór í samtali við fréttastofu. Hljóp á eftir honum á flatbotna inniskóm Ingþór birti Facebook færslu um málið í gær en nokkrir taka undir í athugasemdum og einhverjir kannast við einstaklinginn sem um ræðir. Íbúar í hverfinu hafa margir lent í manninum og kalla hann einfaldlega „Fossvogshrellinn.“ Ingþór var óvenjubrattur þegar blaðamaður náði af honum tali fyrr í dag en segir málið að sjálfsögðu óþægilegt. „Aulinn slapp út, auðvitað ég á eftir honum hugsunarlaust á hlaupum á flatbotna inniskóm sem auðveldaði honum verkið að stinga mig af (hefur að sjálfsögðu ekkert með það að gera að ég sé frekar þéttur á velli og hinn spengilegur unglingur á amfetamínspítti),“ segir Ingþór í færslu á Facebook síðu sinni og bætir við að stundum þurfi maður að gera grín að sjálfum sér. Harmar að engin úrræði séu til Ingþór segir að íbúar hverfisins séu nánast í gíslingu og harmar að engin hjálp sé til staðar fyrir einstaklinga í sömu stöðu og þjófurinn. Hann sé líklega í neyslu og grípi til þess örþrifaráðs að brjótast inn í bíla og geymslur: „Þetta er eiginlega orðið ákall til samfélagsins, að það þurfi nú eitthvað að fara að huga að samfélagsgerðinni og þeim úrræðum sem eru til staðar,“ segir Ingþór „Sorglegasta ástandið er staðan sem þessi einstaklingur er kominn í sem veldur því síðan að fjölskyldur eru búnar að fjárfesta í alls konar myndavélum og við erum búin að fara í fullt af aðgerðum sem hafa kostað okkur hundruðir þúsunda,“ segir Ingþór og bætir við að verið sé að setja upp fleiri myndavélar í húsinu. Lögregla staðfesti í samtali við fréttastofu að tilkynnt hafi verið um innbrot í geymslur í og bíla í Efstaleitinu. Lögregla kom fljótt á vettvang og náði að handtaka einstaklinginn eftir ábendingu Ingþórs. Innbrotsþjófurinn hefur áður komið við sögu lögreglu vegna sams konar brota og gistir enn í fangageymslu þegar fréttin er skrifuð.
Reykjavík Lögreglumál Tengdar fréttir Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01 Mest lesið Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda Innlent „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Innlent Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Innlent Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Innlent Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Innlent Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri Innlent Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Innlent „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Innlent „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Fleiri fréttir Kiðlingarnir Frosti og Snær bræða alla í kringum sig Fann nítján dauðar gæsir í Vatnsmýrinni Völlurinn geti orðið ónothæfur á köflum Fimm handteknir í sérsveitaraðgerð á Akureyri „Stórkostlega undarlegt“ að þekktir gerendur séu ekki ákærðir Stór skjálfti reið yfir í Ljósufjöllum Áhyggjur Icelandair af lokun flugbrautar og óþrjótandi píp-hljóð Mikilvægt að nýr formaður hafi breiða skírskotun Íbúar í Garði ósáttir við uppbyggingu á þekktu flóðasvæði Danir hafi sofnað á verðinum og Trump að hræra í pottinum Styrktartónleikar á Hvolsvelli fyrir mikið slasaðan bónda „Mogginn er ekki flokksblað Framsóknarflokksins“ Þrýstingur innan Framsóknar og veik staða Rússlands „Hrikalegir“ biðlistar hjá golfklúbbum í höfuðborginni Áhrif milljarðamæringa, áhugi á Grænlandi og brotthvarf Bjarna Kostnaður við nýja sánuklefa í Vesturbæ um 130 milljónir Lögreglan hljóp uppi ólátabelg í nótt Kristrún á forsíðu Guardian: „Velferðarríki með ríkissjóð réttu megin við núllið“ Vill að hægt verði að afturkalla alþjóðlega vernd „Ákæruvaldið þarf að útskýra þetta“ Ný leið fyrir ferðamenn með átta eldfjöllum Segir mótmælin ólögmæt og bótaskyldu til skoðunar Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Sjá meira
Hjón sem lentu í líkamsárás og innbroti: „Undrandi yfir að árásamaðurinn sé ennþá laus“ Hjón sem urðu fyrir líkamsárás við heimili sitt telja að ákæruvaldið leggi meiri áherslu á mannréttindi síbrotamanna en almennra borgara. Hinn grunaði gangi ennþá laus þrátt fyrir síbrotaferil. 13. október 2021 19:01