Umfjöllun: ÍBV 33 - 29 Sokol Pisek | Eyjastúlkur komnar í átta liða úrslit Einar Kárason skrifar 9. janúar 2022 12:16 Harpa Valey skoraði sjö mörk í dag. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson ÍBV mætti Sokol Pisek frá Tékklandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Eyjaliðið var mun betra í leiknum þrátt fyrir misgóða kafla og var munurinn síst of stór þegar flautað var til leiksloka. ÍBV hóf leikinn vel og voru strax komnar með fimm marka forskot, 10-5, eftir rétt rúmar tíu mínútur. Allt virtist stefna í þægilegan leik fyrir Eyjastúlkur í stöðunni 14-8 ekki löngu fyrir leikslok en þá tók við kafli þar sem ÍBV skoraði ekki nema tvö mörk gegn sjö mörkum Pisek. Þegar inn í hálfleik var komið var staðan 16-15. Þær áhyggjur sem stuðninsmenn ÍBV höfðu mögulega þróað innra með sér eftir daprar loka mínútur fyrri hálfleiks reyndust óþarfar. Eyjaliðið skoraði fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og því aftur komnar í góða stöðu. Þjálfarateymi ÍBV gat leyft sér að nýta allan hópinn og fengu ungir leikmenn mínútur á stóra sviðinu í dag. Liðin skoruðu sitt á hvað en aldrei náði lið gestanna að gera alvöru áhlaup að forskoti ÍBV. Þegar leik lauk var staðan 33-29 fyrir ÍBV og þær því komnar í átta liða úrslit í Evrópu. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið er einfaldlega betur mannað og gátu leyft sér að setja inn ferska fætur þegar þess þurfti. Lykilleikmenn skiluðu sínu og eftir úrslit gærdagsins voru möguleikar Sokol Pisek ekki miklir, en þrátt fyrir það spiluðu þær af krafti allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Marija Jovanovic og Harpa Valey Gylfadóttir voru atkvæðamestar í liði ÍBV, með átta og sjö mörk. Í liði Pisek var Jana Chlupová markahæst með sjö mörk. Þá stóð Regina Krzova vaktina ágætlega í markinu en hún varði þrettán skot. Hvað gekk illa? Það er erfitt að finna eitthvað neikvætt í leik ÍBV en þrátt fyrir sigurinn komu kaflar í leiknum þar sem liðinu gekk illa bæði varnar- og sóknarlega. Þessi tvö-sjö kafli í fyrri hálfleik stingur í augu en þó er hægt að horfa á að þjálfarar gerðu miklar breytingar á liðinu á þeim tíma og þær sem komu inn fundu ekki alveg taktinn. Hvað gerist næst? Eyjaliðið er komið áfram í átta liða úrslit og vonandi fyrir Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, og hans lið, leik gegn Kanarí eða Costa del Sol. Handbolti ÍBV EHF-bikarinn
ÍBV mætti Sokol Pisek frá Tékklandi í seinni leik liðanna í sextán liða úrslitum EHF-bikars kvenna í handbolta. Eyjaliðið var mun betra í leiknum þrátt fyrir misgóða kafla og var munurinn síst of stór þegar flautað var til leiksloka. ÍBV hóf leikinn vel og voru strax komnar með fimm marka forskot, 10-5, eftir rétt rúmar tíu mínútur. Allt virtist stefna í þægilegan leik fyrir Eyjastúlkur í stöðunni 14-8 ekki löngu fyrir leikslok en þá tók við kafli þar sem ÍBV skoraði ekki nema tvö mörk gegn sjö mörkum Pisek. Þegar inn í hálfleik var komið var staðan 16-15. Þær áhyggjur sem stuðninsmenn ÍBV höfðu mögulega þróað innra með sér eftir daprar loka mínútur fyrri hálfleiks reyndust óþarfar. Eyjaliðið skoraði fyrstu fjögur mörk síðari hálfleiks og því aftur komnar í góða stöðu. Þjálfarateymi ÍBV gat leyft sér að nýta allan hópinn og fengu ungir leikmenn mínútur á stóra sviðinu í dag. Liðin skoruðu sitt á hvað en aldrei náði lið gestanna að gera alvöru áhlaup að forskoti ÍBV. Þegar leik lauk var staðan 33-29 fyrir ÍBV og þær því komnar í átta liða úrslit í Evrópu. Af hverju vann ÍBV? Eyjaliðið er einfaldlega betur mannað og gátu leyft sér að setja inn ferska fætur þegar þess þurfti. Lykilleikmenn skiluðu sínu og eftir úrslit gærdagsins voru möguleikar Sokol Pisek ekki miklir, en þrátt fyrir það spiluðu þær af krafti allan leikinn. Hverjar stóðu upp úr? Marija Jovanovic og Harpa Valey Gylfadóttir voru atkvæðamestar í liði ÍBV, með átta og sjö mörk. Í liði Pisek var Jana Chlupová markahæst með sjö mörk. Þá stóð Regina Krzova vaktina ágætlega í markinu en hún varði þrettán skot. Hvað gekk illa? Það er erfitt að finna eitthvað neikvætt í leik ÍBV en þrátt fyrir sigurinn komu kaflar í leiknum þar sem liðinu gekk illa bæði varnar- og sóknarlega. Þessi tvö-sjö kafli í fyrri hálfleik stingur í augu en þó er hægt að horfa á að þjálfarar gerðu miklar breytingar á liðinu á þeim tíma og þær sem komu inn fundu ekki alveg taktinn. Hvað gerist næst? Eyjaliðið er komið áfram í átta liða úrslit og vonandi fyrir Sigurð Bragason, þjálfara ÍBV, og hans lið, leik gegn Kanarí eða Costa del Sol.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti