Börn og PCR sýnataka Vigdís Sigríður Jóhannsdóttir skrifar 4. janúar 2022 15:30 Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Réttindi barna Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Þann 30. desember sl., gaf Almannavarnanefnd höfuðborgarsvæðisins út tilmæli ætluðum foreldrum barna í leik- og grunnskólum. Tilmælin í heild sinni eru: Komið þið sæl Miðað við hraða útbreiðslu Covid -19 og fjölgun smita í samfélaginu er viðbúið að röskun geti orðið á starfsemi leikskóla, grunnskóla, frístundaheimila, félagsmiðstöðva og tónlistarskóla á komandi dögum. Gera má ráð fyrir að loka þurfi deildum í leikskólum og fella niður kennslu í einstökum árgöngum eða stærri hópum í grunnskólum, um skemmri eða lengri tíma. Stjórnendur munu að öllu jöfnu reyna að leysa forföll eins og hægt er. Þessi síðasta bylgja faraldursins hefur haft mikil áhrif og eru stjórnendur og starfsfólk að gera allt til að röskun sé sem minnst. Til þess að styðja við þá viðleitni þurfa foreldrar og forráðamenn að huga vel að persónubundnum sóttvörnum, börn eiga ekki að mæta í skóla með kvef einkenni, verði þeirra vart þarf að fara í PCR próf. Með bestu kveðju og von um að sem minnst röskun verði á starfinu. Jón Viðar Matthíasson, Framkvæmdastjóri almannavarnanefndar höfuðborgarsvæðisins Líkt og tilmælin bera með sér fái börn kvef þurfa þau að fara í PCR próf til að mega mæta í leik- eða grunnskóla. Foreldrar leikskólabarna hafa sumir hverjir bent á að börn séu reglulega með kvef og sýnatakan reyni mikið á yngstu börnin. Börn eru þjóðfélagshópur sem á rétt á sérstakri vernd og umönnun Nú er vetur og kvefpestir ganga sinn gang eins og vanalega. Margir foreldrar eru í þeirri stöðu að hafa fáa sem geta hlaupið undir bagga til að gæta barns á meðan það er með kvefpest. Barn getur að auki verið með kvef eina vikuna og svo aftur þarnæstu viku o.s.frv. Þar af leiðandi neyðist foreldrið til að fara með barnið í PCR próf svo það geti mætt í leikskóla eða grunnskóla og foreldrið geti sótt vinnu. Í leikskólum ganga kvefpestir oft á tíðum og ef við ímyndum okkur að eitt barn með kvef fari í PCR próf og greinist neikvætt, fer þ.a.l. í leikskólann, hversu mörg önnur börn gætu smitast af því barni og þurft í kjölfarið að fara í PCR próf. Ef við einblínum á leikskólabörn þá eru þau á aldrinum 1-6 ára, sem er nokkuð viðkvæmur aldur varðandi þroska. Hvað eldri leikskólabörnin varðar, sem eru að nálgast skólaaldurinn, þá eru mörg hver hrædd við að fara í PCR prófið þar sem þau vita hvernig það er framkvæmt. Neiti barn að fara í PCR prófið er lítið hægt að gera annað en að halda barninu niðri. Halda barninu niðri svo hægt sé að athuga hvort það sé með COVID-19 af því það er með kvefeinkenni. Höfundur skilur vel þær aðstæður sem eru uppi í samfélaginu, smittölur eru háar og er kapp lagt í að stemma stigu við faraldrinum. Það sem höfundur gagnrýnir eru tilmælin um að barn þurfi að fara í PCR próf sé það með kvefeinkenni til þess að fá að mæta í leik- og grunnskóla og afleiðingar sem geta hlotist af því. Afleiðingar fyrir börn að vera þvinguð í próf vegna kvefs þar sem þeim er jafnvel haldið niðri geta án efa verið streituvaldandi. Meðalhóf við ákvörðunartöku Alltaf er gott að hafa í huga meðalhóf og mannréttindi barna. Það sem barni er fyrir bestu skal ávallt hafa forgang þegar stjórnvöld gera ráðstafanir varðandi börn (3. gr. Barnasáttmálans). Stjórnvöld eiga að vernda börn gegn ofbeldi, misbeitingu og vanrækslu af hendi allra þeirra sem annast þau (19. gr. Barnasáttmálans). Með tilmælunum er ekki gætt að meðalhófi (að mati höfundar) og ekki komið til móts við mannréttindi barna yfir höfuð. Þá hefur umboðsmaður barna, Salvör Nordal, gagnrýnt framkvæmd PCR sýnatöku á börnum. Gagnrýnin lýtur m.a. að því að umhverfið á Suðurlandsbraut (þar sem sýnataka á höfuðborgarsvæðinu fer fram) sé ekki barnvænt og taki ekki mið af þörfum barna. Þá bendir hún á að það þurfi að hafa í huga að sýnataka og óvissa um niðurstöðuna geti valdið börnum miklum kvíða. Ákjósanlegast væri að sýnataka barna færi fram á sérstöku svæði og að sýnatakan væri framkvæmd af aðilum sem hafa fengið þjálfun sem geri þeim kleift að bregðast við vanlíðan og kvíða barna. Þetta er að sjálfsögðu ekki í lagi og ætti öllum að standa á sama hvernig staðið er að sýnatöku barna. Að öllu framangreindu virtu verður að grípa til viðeigandi úrræða þegar kemur að sýnatöku barna sem og að gæta að meðalhófi við ákvarðanir um tilmæli og aðrar reglur. Ábyrgð stjórnvalda hvað þetta varðar er mikil. Höfundur er þriggja barna móðir og lögfræðingur sem lagði áherslu á barnarétt í laganámi. Heimildir: https://www.visir.is/g/20222203710d/for-eldrar-bednir-um-ad-haetta-ad-senda-born-a-leik-skola-med-kvef https://www.barn.is/media/bref/Heilsugaesla-framkvaemd-pcr-profa.pdf https://www.barnasattmali.is/is/um-barnasattmalann/heildartexti-barnasattmalans
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun