„Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það“ Snorri Másson skrifar 3. janúar 2022 12:02 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir hvetur fólk til að fara í bólusetningar og örvunarbólusetningar. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir ekkert við ástandið í faraldrinum gefa ástæðu til að ráðast í afléttingar. Hlutfall óbólusettra á meðal alvarlega veikra er mjög hátt. 795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
795 greindust með veiruna innanlands í gær, sem er meira og minna í takt við fjöldann sem verið hefur síðustu viku. Tæplega 8.000 manns eru í einangrun með veiruna en á vef Landspítalans segir að sjö séu nú á gjörgæslu og eru fimm þeirra í öndunarvél. Meðalaldur inniliggjandi á Landspítala er nú 54 ár. Hægt og bítandi vex álagið á sjúkrahúsinu að sögn Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis. „Ég get ekki séð að það sé neitt í spilunum sem ætti að réttlæta það að fara að aflétta, þegar við erum alveg á bríkinni með innlagnir á spítalann. Þannig að ég held að það væri kannski mjög langsótt eins og staðan er núna,“ segir Þórólfur í samtali við fréttastofu. Af þeim sjö sem eru á gjörgæslu eru sex óbólusettir og einn bólusettur - óbólusettir eru að valda langmesta álaginu. 91,5% eldri en 12 ára hefur þegið bólusetningu. „Við vitum ekki nákvæmlega hvernig þetta kemur til með að verða með omíkron-afbrigðið, hvort það hegði sér öðruvísi, en áhættan er klárlega margföld á meðal þeirra sem eru óbólusettir.“ Fer þetta ekki í taugarnar á þér, að þurfa að horfa upp á þetta? „Ég veit nú ekki hvort þetta fari í taugarnar á mér mikið meira en margt annað. Þetta er bara staðan. Við getum ekki tekið fólk með valdi og bólusett það. Við höfum ekki lagalega heimild til að skylda fólk í bólusetningar, heldur erum við að reyna að höfða til fólks,“ segir Þórólfur. Sóttvarnalæknir hefur ekki upplýsingar um veiruafbrigðin sem alvarlega veikir sjúklingar eru haldnir - eða hvort einhver sé með omíkron á öndunarvél. Um 100-120 eru enn að greinast með delta á degi hverjum. „Flestir sem eru að veikjast alvarlega eru með delta-afbrigðið. Hvort það muni breytast núna þegar við förum að sjá svona marga með omíkron, hvort þeim muni fjölga líka, það er það sem við vitum ekki,“ segir Þórólfur, sem bætir við að gögn liggi ekki fyrir á þessari stundu sem segi af eða á um það hvort omíkron-sýking veiti vörn gegn delta.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Almannavarnir Tengdar fréttir 795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51 Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Sjá meira
795 greindust innanlands í gær 795 greindust með kórónuveiruna innanlands í gær. 374 af þeim 795 sem greindust innanlands í gær voru í sóttkví við greiningu, eða 47 prósent. 421 voru utan sóttkvíar, eða 53 prósent. 3. janúar 2022 10:51
Forstjóri Landspítalans fékk Covid: „Veiran er alveg á fullri ferð“ Guðlaug Rakel Guðjónsdóttir, forstjóri Landspítalans, greindist með Covid19 fyrir jól. Hún segir að í kringum 200 starfsmenn spítalans séu nú fjarri vinnu vegna kórónuveirunnar og að stöðugt bætist í fjöldann enda sé veiran „á fullri ferð“ í samfélaginu. Heilbrigðisstarfsfólk fari ekki varhluta af því. 3. janúar 2022 10:36
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent