Viðskipti innlent

Texas­búi réttur eig­andi lénsins Iceland Express

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Samkvæmt úrskurði Neytendastofu var erindinu vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda.
Samkvæmt úrskurði Neytendastofu var erindinu vísað frá með vísan til þess að áhersla skuli lögð á mál sem brýnust þykja fyrir heildarhagsmuni neytenda. Vísir/Hanna

Fyrirtækið Sólvellir, sem tengt er Ferðaskrifstofu Íslands, kvartaði nýlega til Neytendastofu yfir notkun erlends aðila á léninu icelandexpress.is. Sólvellir á sjálft vörumerkið Iceland Express og bar fyrir sig að erlendi aðilinn hefði engin tengsl við merkið.

Sólvellir taldi að erlendi aðilinn, sem skráður er í Texas í Bandaríkjunum, héldi léninu aðeins út í því skyni að leggja stein í götu fyrirtækisins. Aðilinn hefði engin tengsl við lénið eða starfsemi þess yfir höfuð. Sólvellir höfðu hins vegar í hyggju að nýta lénið í starfsemi sinni og sendu meðal annars tölvupósta á Texasbúann án árangurs. Í kjölfar þess var kvartað til Neytendastofu.

Neytendastofa fjallaði stuttlega um kvörtunina og tók ákvörðun um að vísa málinu frá. Það gerði stofnunin á þeim grundvelli að forgangsraða þurfi málum eftir heildarhagsmunum neytenda. Neytendastofa hafi samkvæmt því brýnni mál til að fjalla um, en eignarhald Texasbúans á léninu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×