Ársreikningar með fyrirvara vegna stöðunnar í Namibíu Eiður Þór Árnason skrifar 30. desember 2021 12:57 Samherji Holding heldur utan um erlendan rekstur Samherjasamstæðunnar. Vísir/Egill Samstæðan Samherji Holding ehf. hagnaðist um 27,4 milljónir evra á seinasta ári eða sem nemur um 4,04 milljörðum króna, samkvæmt ársreikningi. Hagnaður nam 1,4 milljónum evra árið 2019. Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð. Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Greint er frá þessu á vef fyrirtækisins en miklar tafir hafa verið á birtingu ársreikninganna og eru þeir undirritaður með fyrirvara. Að sögn forsvarsmanna félagsins hefur óvissa um málarekstur vegna útgerðar í Namibíu valdið töfum á gerð ársreikninganna. Ekki hafi tekist að staðreyna nægilega vel gögn vegna útgerðarinnar og stjórn Samherja Holding og endurskoðendur félagsins af þeim ástæðum gert fyrirvara við uppgjör þess félags. Samherji hf. heldur utan um starfsemi fyrirtækisins á Íslandi og Færeyjum en systurfélagið Samherji Holding ehf. inniheldur erlenda starfsemi Samherja. Langumsvifamesti þátturinn í rekstri samstæðunnar eru sjávarútvegsfyrirtæki í Evrópu og Norður-Ameríku. Að sögn Samherja námu tekjur samstæðu Samherja Holding af seldum vörum 308,6 milljónum evra árið 2020 samkvæmt ársreikningi þess árs. Lækkuðu þær nokkuð miðað við árið á undan þegar námu 355,7 milljónum evra. Samkvæmt ársreikningi námu eignir samstæðunnar 585,4 milljónum evra í lok ársins 2020, eða rúmlega 86 milljörðum króna. Eignir voru 627,0 milljónir evra í lok ársins 2019. Eigið fé nam 393,2 milljónum evra í lok ársins 2020 en í lok árs 2019 nam eigið fé samstæðunnar 392,4 milljónum evra. Fjöldi manns í gæsluvarðhaldi í Namibíu Ríkissaksóknari Namibíu hefur ákært Sacky Shanghala, fyrrverandi dómsmálaráðherra, Bernhardt Esau, fyrrverandi sjávarútvegsráðherra, James Hatuikulipi, fyrrverandi stjórnarformanni Fishcor og Tamson 'Fitty' Hatuikulipi, tengdasonur Esau og frændi áðurnefnds James, í tengslum við Samherjamálið svokallaða. Þeim er meðal annars gefið að sök að hafa misnotað aðstöðu sína og hagnast sjálfir á úthlutun aflaheimilda namibíska ríksins. Þeir sitja nú allir í fangelsi í tengslum við málið ásamt Pius Mwatelulo, Phillipus Mwapopi, og Otneel Shuudifonya. Stjórnendur Samherja hafa hafnað ásökunum um stórfelldar mútugreiðslur. Starfsemi Samherja í Namibíu er sömuleiðis til rannsóknar hjá héraðssaksóknara og skattrannsóknarstjóra. Kjarninn hefur greint frá því að vitni og sakborningar hafi verið yfirheyrðir í sumar. Áður var greint frá því að Þorsteinn Már Baldvinsson, forstjóri Samherja, Ingvar Júlíusson, fjármálastjóri Samherja á Kýpur, Arna McClure, lögfræðingur hjá Samherja og fyrrverandi ræðismaður Kýpur á Íslandi, Egill Helgi Árnason, framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, Aðalsteinn Helgason, fyrrverandi framkvæmdastjóri Samherja í Namibíu, og Jóhannes Stefánsson hafi verið kölluð til yfirheyrslu sumarið 2020. Öll eru þau sögð vera með réttarstöðu sakbornings í rannsókn embættis héraðssaksóknara. Fréttin hefur verið uppfærð.
Sjávarútvegur Samherjaskjölin Tengdar fréttir Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19 Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29 Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34 Mest lesið Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Draga úr rafmyntarvæðingu til að fá lán frá AGS Viðskipti erlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Sjá meira
Samherji selur í Eimskip fyrir meira en milljarð Samherji Holding, langsamlega stærsti hluthafi Eimskips með um þriðjungshlut, hefur minnkað við hlut sinn í félaginu og selt sem nemur um 1,4 prósentum. 2. desember 2021 15:19
Ný Samherjaskjöl: „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ „Er hugsanlegt að múta einhverjum?“ Að þessu spurði Aðalsteinn Helgason árið 2012 um það leyti sem Samherji var að hefja innreið sína í Namibíu og vildi tryggja sér þar fiskveiðikvóta. 24. september 2021 12:29
Segja ábyrgðina alfarið á herðum Jóhannesar Eftir að hafa birt afsökunarbeiðni í formi heilsíðuauglýsinga í Fréttablaðinu og Morgunblaðinu í morgun, hafa forsvarsmenn Samherja nú birt yfirlýsingu og aðra afsökunarbeiðni á heimasíðu félagsins. 22. júní 2021 08:34