Vísindaráð fundar: Undir það búin að eldgos geti hafist hvað úr hverju Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 27. desember 2021 12:17 Flogið yfir eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. Vísir/RAX Jarðskjálftavirkni er enn mikil á Reykjanesskaganum og mun vísindaráð almannavarna funda í dag til að fara yfir stöðuna og meta hverju megi eiga von á. Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“ Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Tæp vika er síðan skjálftahrinan á Reykjanesi hófst. Björn Oddsson, jarðeðlisfræðingur hjá almannavarnardeild Ríkislögreglustjóra, segir virknina hafa verið mikla á svæðinu á þessari viku. „Staðan er óbreytt frá því að skjálftahrinan hófst. Það er að segja það er mikil virkni á svæðinu sem mælist í jarðskjálftum og síðan eru merki um landbreytingar sem að eru þá merki um að kvikan sé að safnast fyrir í ganginum sem að myndaðist fyrr á árinu og við erum bara undir það búin að eldgos geti hafist hvað og hvenær.“ Björn segir gengið út frá því að ef til eldgoss kemur þá gjósi við eldstöðvarnar í Fagradalsfjalli. „Vegna þess þar sem að skjálftavirkni hefur verið og þar sem að kvikan hefur verið að safnast saman og þenslumerkin eru. Þau eru á sömu slóðum eins og fyrir eldgosið 19. mars. Þannig að við horfum til þess að ef eldgos hefst þá muni það hefjast að öllum líkindum innan hraunbreiðunnar eða á þeim sprungum sem það var á síðast.“ Hann segir að farið hafi verið vel yfir öll mælitæki og vefmyndavélar á svæðinu til að hægt sé að fylgjast sem best með. „Við gerum ráð fyrir því að í dag séum við mun betur undir það búin að sjá ef að kvika kemur upp yfirborð á heldur en var 19. mars.“ Vísindaráð almannavarna ætlar að hittast í dag til að fara yfir stöðuna. „Nú höfum við safnað göngum með þeim tækjum sem eru á staðnum og höfum fengið fleiri gervitunglamyndir og seinni partinn í dag þá er fundur hjá vísindaráði þar sem farið verður yfir þessa stuttu atburðarás og þau gögn sem hefur verið safnað og síðan túlkað út frá þeim hver líklegasta atburðarásin hefur verið og við hverju við getum hugsanlega búist næstu daga.“
Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Tengdar fréttir Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26 Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26 Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06 Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16 Mest lesið Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Erlent Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Erlent Hótaði heimilismönnum með skærum Innlent Fleiri fréttir Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Sjá meira
Jörð skalf nærri Kleifarvatni í morgun Skjálfti 3,6 að stærð varð nærri Kleifarvatni á Reykjanesskaga klukkan 5:10 í morgun. Annar skjálfti, 3,3 að stærð, mældist tæpri mínutu síðar á sömu slóðum. 26. desember 2021 05:26
Jarðskjálfti 4,2 að stærð: „Það er búið að skjálfa dálítið vel í nótt“ Jarðskjálfti, 4,2 af stærð, mældist suðsuðaustur af Fagradalsfjalli klukkan 7:25 í morgun en jörð hefur skolfið við Fagradalsfjall síðan á þriðjudaginn síðastliðinn. Ekkert lát virðist vera á jarðskjálftavirkninni en þónokkrir jarðskjálftar mældust yfir 4 að stærð í gær. Sá stærsti mældist á miðvikudaginn en hann var 4,9 að stærð. 25. desember 2021 07:26
Jarðskjálfti af stærðinni 4,7 mældist á Reykjanesskaga Snarpur skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu klukkan 15.03 í dag og samkvæmt mælingum Veðurstofunnar var hann 4,7 að stærð. Skjálftinn er sá stærsti frá upphafi nýlegrar jarðskjálftahrinu í Fagradagsfalli en hún hófst á þriðjudaginn síðastliðinn. 24. desember 2021 15:06
Snarpir skjálftar við Fagradalsfjall og sá stærsti 4,9 stig Þrír snarpir jarðskjálftar fundust vel á höfuðborgarsvæðinu upp úr klukkan 9 í morgun. Sá stærsti varð klukkan 9.23 og mældist 4,9 að stærð. Óvissustigi almannavarna hefur verið lýst yfir vegna skjálftanna. 22. desember 2021 09:16