Sturridge þarf að greiða manninum sem fann hundinn hans fjórar milljónir í ógreidd fundarlaun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. desember 2021 14:00 Daniel Sturridge og Lucci. instagram-síðan The Original Lucky Lucci Daniel Sturridge hefur verið gert að greiða manni sem fann hund hans tæpar fjórar milljónir króna í ógreidd fundarlaun. Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni. Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira
Fyrir tveimur árum var brotist inn á heimili Sturridges í Los Angeles og Pomeranian-hundi hans að nafni Lucci stolið. Sturridge greindi frá þessu á samfélagsmiðlum og sagðist vera tilbúinn að borga hvað sem er til að fá hundinn aftur. Maður að nafni Foster Washington, þrítugur öryggisvörður og þriggja barna faðir, fann hvuttann og skilaði honum aftur til Sturridges. Hann fékk hins vegar aldrei fundarlaunin og kærði Sturridge í mars á þessu ári. Í síðustu viku komst dómstóll í Los Angeles svo að þeirri niðurstöðu að Sturridge þyrfti að greiða Washington þrjátíu þúsund Bandaríkjadali í ógreidd fundarlaun. Það nemur tæpum fjórum milljónum íslenskra króna. Sturridge hefur aðra sögu að segja en Washington en að hans sögn fann ungur drengur Lucci, skilaði honum til eiganda síns og fékk fundarlaun fyrir. Í færslu á Twitter í fyrradag sagðist Sturridge eiga myndir, myndbönd og hljóðupptökur af því þegar drengurinn skilaði Lucci. Just to let you know the truth on xmas!I met a young boy who found my dog and paid him a reward which he was delighted with as was I to get my dog back because he was stolen. I took photos with him and we have videos and audio of everything that happened when Lucci was returned.— Daniel Sturridge (@DanielSturridge) December 25, 2021 Sturridge, sem er 32 ára, leikur núna með Perth Glory í Ástralíu. Hann er alinn upp hjá Manchester City en er sennilega þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool. Sturridge á 26 leiki og átta mörk með enska landsliðinu á ferilskránni.
Fótbolti Dýr Hundar Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Atletico rændi sigrinum í blálokin Juric tekinn við Southampton Arsenal valtaði yfir Crystal Palace Isak með þrennu í stórsigri Newcastle Haaland: Ég hef ekki verið nógu góður Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Guardiola: Við erum í vandræðum með að skora Lengi getur vont versnað hjá Man. City Hólmbert og félagar náðu ekki að vinna fallslaginn Nú verður hægt að vinna Beckenbauer bikarinn Messi með eigin treyjur upp um alla veggi á heimilinu Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Sjá meira