Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 10:56 Vetrarsólstöður marka syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum og hún byrjar þá að hækka á lofti. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel. Geimurinn Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel.
Geimurinn Tímamót Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira