Mesta myrkrið yfirstaðið seinnipartinn í dag Sunna Valgerðardóttir skrifar 21. desember 2021 10:56 Vetrarsólstöður marka syðstu og lægstu stöðu sólar á himinum og hún byrjar þá að hækka á lofti. Vísir/Vilhelm Vetrarsólstöður verða hér um klukkan 16 í dag. Þá tekur dagana að lengja á ný. Þessari stöðu himintunglanna hefur verið fagnað á ýmsan hátt á norðurhveli jarðar í gegn um tíðina, enda tilefnið ærið. Sólin verður eins langt í suðri og hún mögulega getur. Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel. Geimurinn Tímamót Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira
Sólstöður verða tvisvar á ári. Þá er sólin stödd lengst frá miðbaug himins, annað hvort til norðurs eða suðurs. Sumarsólstöður, þegar dagurinn er lengstur, eru í kring um 21. júní. Vetrarsólstöður, þegar dagurinn er stystur, eru alltaf í kring um 21. desember. Þær verða í dag klukkan 15:58. Þá er sólin á þeim stað á sólbaugnum sem er lengst suður af miðbaug himins. Vetrarsólstöður marka í raun syðstu og lægstu stöðu sólar á himninum. Frá og með deginum í dag tekur sól að hækka á lofti á ný og dagurinn í dag verður örlítið lengri en dagurinn í gær. Og svoleiðis verður þróunin fram á sumar, mörgum eflaust til mikillar ánægju. „Sex mánuðum síðar eða þann 20. til 22. júní nær sólin þeim stað á sólbaugnum sem er lengst norður af miðbaug himins. Verða þá sumarsólstöður sem marka nyrstu og hæstu stöðu sólar á himninum. Byrjar þá sólin aftur að lækka á lofti. Breytileiki dagsetningana stafar af því að almanaksárið er ekki jafnlangt árstíðaárinu,” segir á Stjörnufræðivefnum. Yule, jul eða bara jól Fjölmörg trúarbrögð víða um heim fagna vetrarsólstöðum sem sérstökum hátíðardögum. Nærtækast er hér að nefna á ensku Yule (borið fram Júl), sem er helgur dagur í norður-evrópskum heiðnum trúarbrögðum. Yule, eða bara jól, er sannarlega hátíð ljóssins, þar sem hækkun sólarinnar og stöðu himintunglanna er fagnað. Geitin, eplin, sígrænu barrtrén og villibráðin voru þarna í hávegum höfð - og eins og með svo margt annað frá fornu fari, hefur það varðveist í nútímanum í örlítið breyttri mynd. Sólarlag rétt fyrir kaffi Þessi tími ársins er skiljanlegt fagnaðarefni, þar sem sólin hefur verið af mjög skornum skammti á norðurhveli jarðar undanfarnar vikur. Samkvæmt vef Veðurstofu Íslands er hádegi í dag klukkan 13:26 og sólarlag tveimur tímum síðar, klukkan 15:31. Myrkur er formlega skollið á klukkan 16:48 í Reykjavík í dag og aðeins fyrr á Akureyri, klukkan 16:19. Himininn yfir Reykjavík nú fyrir hádegi virðist í fljótu bragði ætla að nýta þessar fáu birtustundir vel.
Geimurinn Tímamót Mest lesið Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Fleiri fréttir Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Sjá meira