Innlent

Fundu bíl Almars í Hafnarfjarðarhöfn

Eiður Þór Árnason skrifar
Bílinn fannst við Óseyrarbryggju í Hafnarfjarðarhöfn.
Bílinn fannst við Óseyrarbryggju í Hafnarfjarðarhöfn. Vísir/Vilhelm

Bíll sem leitað var að í tengslum við leitina á Almari Yngva Garðarssyni fannst í Hafnarfjarðarhöfn í kvöld. 

Skúli Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, staðfesti þetta í samtali við fréttastofu á tíunda tímanum. Lögreglan tilkynnti svo klukkan 22:34 að Almar hafi fundist látinn.

Kafarar á vegum köfunardeildar Landhelgisgæslunnar staðfestu um níuleytið að um væri að ræða gráan Chevrolet Spark bílaleigubíll sem talið var að Almar hafi verið á áður en hann hvarf. Lögregla er áfram að störfum á vettvangi.

Nokkur fjöldi fylgdist með aðgerðum lögreglu í kvöld.Vísir/Vilhelm

Víðtæk leit hefur staðið yfir að Almari eftir að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti eftir honum í gær. Skúli sagði fyrr í dag að fáar vísbendingar hafi komið fram í máli Almars og leitarsvæðið því náð til Suðvesturhornsins, Suðurnesja og austur fyrir fjall. 

Þyrla Landhelgisgæslunnar var notuð við leitina í dag á meðan bjart var og þá var notast við dróna. Björgunarsveitir tóku sömuleiðis þátt í leitinni ásamt fjölda almennra borgara.

Skúli ræddi stöðu leitarinnar í fréttum Stöðvar 2 á sjöunda tímanum í kvöld. 

Fréttin hefur verið uppfærð.


Tengdar fréttir

Fáar vís­bendingar í máli Al­mars sem enn er saknað

Enn bólar ekkert á Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanni sem ekki hefur sést til síðan aðfaranótt sunnudags. Lögreglu hefur borist fáar vísbendingar vegna leitarinnar og því beinist hún að stóru svæði, í raun öllu suðvesturhorninu.

Víðtæk leit stendur yfir að Almari á suðvesturhorni landsins

Víðtæk leit stendur yfir að Almari Yngva Garðarssyni, 29 ára karlmanns, sem ekki hefur sést til síðan á aðfaranótt sunnudags. Lögregluembættin á suðvesturhorni landsins standa saman að leitinni auk Landhelgisgæslu og björgunarsveita. 

Lýst eftir Almari Yngva

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur lýst eftir Almari Yngva Garðarssyni. Síðast er vitað um ferðir hans í Hafnarfirði milli klukkan 2 og 3 í nótt. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×