Barcelona ræðst í milljarðaframkvæmd Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 20. desember 2021 20:15 Barcelona ætlar sér að ráðast í endurbætur á Camp Nou. vísir/getty Stuðningsmannaklúbbur Barcelona gaf í gær grænt ljós á framkvæmdir á heimavelli liðsins, Camp Nou, sem mun kosta félagið einn og hálfan milljarð evra, sem samsvarar yfir 220 milljörðum íslenskra króna. Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda. Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira
Félagið stefnir á að taka völlinn í gegn á næstu árum, en Camp Nou er stærsti knattspyrnuleikvangur Evrópu og tekur rúmlega 99 þúsund manns í sæti. Kosning meðal stuðningsmanna Barcelona fór fram rafrænt í fyrsta skipti í sögu félagsins og voru tæplega 43 þúsund atkvæði sem studdu hugmyndirnar. Rétt rúmlega fimm þúsund kusu gegn framkvæmdunum og þá voru 875 sem voru óákveðin. Kosningaþátttaka var tæplega 45 prósent. Meðlimir viðruðu þó áhyggjur sínar af fjárhagsstöðu félagsins, en skuldir Barcelona nema um einum og hálfum milljarði evra eins og staðan er í dag. Verkefnið verður fjármagnað með lánum frá þriðja aðila og mun endurbættur Camp Nou geta tekið allt að 105 þúsund manns í sæti. Barcelona members have given the green light to a €1.5 billion revamp of the Camp Nou stadium 😱 pic.twitter.com/BQxrWVkBaU— ESPN FC (@ESPNFC) December 20, 2021 Félagið getur nú hafist handa við framkvæmdirnar og er áætlað að þeim ljúki árið 2025. Barcelona þarf því að öllum líkindum að leika á hálf lokuðum Camp Nou á næsta tímabili, og tímabilið þar á eftir þarf liðið líklega að finna sér annan völl til að spila heimaleiki sína á. Þar hefur Montjuic-völlurinn þar sem opnunarhátíð Ólympíuleikanna 1992 fór fram verið nefndur til sögunnar. Joan Laporta, forseti Barcelona, segir framkvæmdirnar nauðsynlegar ætli Barcelona sér að halda í við önnur stórlið Evrópu sem flest öll spila á nýjum, eða nýuppgerðum leikvöngum. Hann segir einnig að verkefnið muni á endanum borga fyrir sig sjálft, þar sem endurbættur völlur muni skila sér í hærri tekjum og þá sé félagið einni í viðræðum um að selja nafn vallarins til hæstbjóðanda.
Fótbolti Spænski boltinn Mest lesið Varð pabbi sjö mánuðum eftir að hann lést Sport Glórulaus tækling Gylfa Þórs Íslenski boltinn Landsliðskonum borist skilaboð og sagðar styðja Ísrael Handbolti Gæti HSÍ orðið gjaldþrota: „Okkar að sjá til þess að svo verði ekki“ Handbolti Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ Íslenski boltinn Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Íslenski boltinn „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Íslenski boltinn Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Fótbolti „Síðast þegar ég sá svona atriði var það Petersson í Austurríki“ Handbolti „Er allavega engin þreyta í mér“ Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Ísland - Sviss | Barist um að forðast hættulegt fall Ein breyting á byrjunarliðinu Aron í tveggja leikja bann Stúkan segir ekki rautt og framkvæmdastjórinn æfur: „Má leggja hana niður“ Stórir draumar í Laugardalnum: „Allir vilja að Þróttur fari sem hæst“ Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum „Vælum og öskrum þó við meiðum okkur ekki neitt“ Settu met sem enginn vill eiga Borgaði ósáttum aðdáanda eftir rothögg Stefáns Inga Of ungur til að auglýsa veðmál Hittu misáhugasama Íslendinga: „Ég á selló, ég fylgist ekki með fótbolta“ Sjáðu markið umdeilda í Garðabæ: „Ekki var hann hræddur við Örvar?“ „Er allavega engin þreyta í mér“ „Get ekki setið við hliðina á þér lengur“ „Bæði svekktur en líka stoltur“ „Maður þarf að skora til að vinna leiki“ „Verðum bara að vona það besta en undirbúa okkur fyrir það versta“ „Ég tek þetta bara á mig“ Uppgjörið: Stjarnan - FH 2-1 | Stjarnan slapp með sigur úr grannaslagnum Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Glórulaus tækling Gylfa Þórs Nálægt því að vera skúrkurinn en stóð uppi sem hetjan Uppgjörið: Víkingur - ÍBV 2-0 | Gylfi Þór sá rautt í sannfærandi sigri Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar „Margir með margar afsakanir af hverju þeir mæta ekki á völlinn“ LUÍH: Var gerð að fyrirliða Þróttar átján ára Tveir Bestu deildarslagir og bikarmeistararnir mæta KFA Steini stóryrtur í lok fundar: „We´re gonna fuckin beat you“ Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Sjá meira