Innlent

„Lestar­slys í slow motion“

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Gamanið entist stutt fyrir suma sunnudaginn 26. september síðastliðinn.
Gamanið entist stutt fyrir suma sunnudaginn 26. september síðastliðinn. Vísir

Kosninga­klúðrið sem hel­tók líf okkar í lok septem­ber­mánaðar var „lestar­slys í slow motion“ eins og einn þing­mannanna sem datt út af þingi við endur­talninguna komst að orði. Hér rifjum við upp þetta líka skemmti­lega mál, sem má kannski kalla helsta frétta­mál ársins?

Grun­laus um hvað væri í vændum sendum við út há­degis­frétta­tíma á Stöð 2 daginn eftir kosningar. Þá var Ís­land orðið að jafn­rétti­spara­dís og rætt var við yngsta þing­mann sögunnar sem var ný­kominn á þing miðað við fyrri loka­tölur.

En gamanið entist stutt. Yfir­kjör­stjórn í Norð­vestur­kjör­dæmi á­kvað að ráðast í endur­talningu á at­kvæðunum rétt eftir þetta við­tal sem stóð yfir í langan tíma. Og niður­staðan úr henni varð ekki ljós fyrr en rétt fyrir kvöld­fréttir hjá okkur þennan dag.

Orðin kjör­bréfa­nefnd og undir­búnings­kjör­bréfa­nefnd fóru að heyrast dag­lega í eyrum lands­manna. Við frétta­menn virðumst þó hafa átt dá­lítið erfitt með þessi hug­tök til að byrja með.

Hér rifjum við upp allt kosninga­klúðrið í annál frétta­stofu. Helstu per­sónur og leik­endur eru auð­vitað Birgir Ár­manns­son, Ingi Tryggva­son og Lenya Rún Taha Ka­rim:

Frétta­stofa Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar rifjar upp árið 2021 alla virka daga í desember.


Tengdar fréttir

Við­talið sem skelfdi drottninguna

Hverjum er ekki sama um fréttir? Förum nú yfir það sem máli skiptir: Hollywood-árið. Þar skiptust sannarlega á skin og skúrir.

Þetta er bara „business as usual”

„Þetta er bara business as usual,” mælti maður sem var mættur í þriðju sprautuna í Laugardalshöll í haust. Heldur meiri uppgjöf í röddinni en hjá þeim sem gengu spenntir inn í sama sal í vor.

„Rauða­gerðis­málið ber ein­kenni mafíumorða“

Íslenskt samfélag var skekið í upphafi árs þegar karlmaður á fertugsaldri var skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í Rauðagerði í Reykjavík. Afbrotafræðingur segir morð af þessu tagi aldrei hafa sést hér á landi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×