Innlent

Einn fluttur með þyrlu eftir al­var­­legt um­­­ferðar­­slys

Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna slyssins.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag vegna slyssins.

Einn var fluttur á sjúkra­hús með þyrlu Land­helgis­gæslunnar eftir að hafa slasast í al­var­legu um­ferðar­slysi á Snæ­fells­nesi. Slysið varð skammt frá Vatns­holts­vötnum í Staðar­sveit.

Þyrla gæslunnar var kölluð út á fimmta tímanum í dag og var komin á slysstað um klukkan korter yfir fimm. Hún lenti síðan á Borgarspítalanum laust eftir klukkan sex.

Þetta stað­festir Ás­geir Er­lends­son, upp­lýsinga­full­trúi Land­helgis­gæslunnar, í sam­tali við frétta­stofu.

Hann hefur ekki frekari upp­lýsingar um slysið, hvort þar hafi fleiri slasast eða hvernig slysið at­vikaðist.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×