Sport

Fyrrum NBA stjarna hættir eftir einn bardaga

Sigurður Orri Kristjánsson skrifar
Deron Williams í búningi Dallas Mavericks í baráttu við Chris Paul árið 2016
Deron Williams í búningi Dallas Mavericks í baráttu við Chris Paul árið 2016 EPA/LARRY W. SMITH CORBIS

Það eru ekki bara youtube stjörnur sem hafa fært sig inn í hnefaleikahringinn á síðustu árum og misserum. Deron Williams fyrrum leikmaður Utah Jazz og Brooklyn/New Jersey Nets mætti Frank Gore, fyrrum NFL leikmanni í bardaga í gærkvöldi.

Deron Williams er NBA áhugamönnum að góðu kunnur. Hann var nokkrum sinnum valinn í stjörnuleiki, fór í úrslit Vesturdeildarinnar með Utah og í nokkur ár var umræða um það hver væri besti leikstjórnandi NBA deildarinnar, hann eða Chris Paul, en þeir eru í sama nýliðaárgangi frá 2005.

Sú umræða endist ekkert sérstaklega lengi. Ferill Williams rann út í sandinn en Paul er enn meðal bestu leikmanna deildarinnar. En Williams hefur ekki setið auðum höndum og bjó sér þá til annan feril. Nú sem boxari og mætti hann Frank Gore, fyrrum NFL leikmanni sem er þekktastur fyrir ár sín hjá San Francisco 49ers.

Bardaginn fór fram í Flórída þar sem körduboltakappinn hafði betur á dómaraákvörðun eftir fjórar lotur. Strax eftir bardagann sagðist Williams vera hættur í boxi. Hann hefði bara viljað sanna að körfuboltamenn væri ekki linir.

Box



Fleiri fréttir

Sjá meira


×