EY kaupir vottunarstofuna iCert Eiður Þór Árnason skrifar 16. desember 2021 17:01 Lilja Pálsdóttir, Jón Karlsson, Margrét Pétursdóttir, Sigurður Harðarson og Guðmundur Sigbergsson. Aðsend Ernst & Young ehf. (EY) hefur keypt allt hlutafé í vottunarstofunni iCert ehf. Kaupsamningur þess efnis var undirritaður þann 10. desember síðastliðinn. Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét. Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira
Að sögn EY er markmiðið með kaupunum að styrkja stöðu fyrirtækisins og útvíkka starfsemina enn frekar með áherslu á óháða staðfestingarvinnu og vottanir. Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, mun leiða uppbyggingu félagsins á þessu sviði en auk þess mun Guðmundur Sigbergsson, einn stofnanda vottunarstofunnar, veita ráðgjöf við uppbygginguna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EY sem segir að iCert hafi verið leiðandi í jafnlaunavottun fyrirtækja undanfarin ár, auk þess að bjóða upp á vottanir meðal annars út frá umhverfisstjórnunarkerfum, ISO stöðlum og Vakanum, gæða og umhverfiskerfi ferðaþjónustunnar. Vottunarstofan hafi einnig þróað aðferðafræði til að hjálpa fyrirtækjum og stofnunum að lýsa yfir fullu kolefnishlutleysi og hjálpa við ábyrga kolefnisjöfnun. Hyggst EY að halda þeirri þróun áfram í samstarfi við innlenda lykilhagaðila og í samræmi við alþjóðlegar kröfur. Vilja miðla þekkingu á jafnlaunavottun á alþjóðavísu „Félögin tvö, EY og iCert, eru með sameiginlega sýn með tilliti til óháðrar staðfestingar og vottana og trúa á mikilvægi slíkra staðfestinga til þess að efla traust, trúverðugleika og gagnsæi á markaði með því að stuðla að áreiðanlegri sjálfbærri upplýsingagjöf fyrirtækja. Við erum spennt fyrir því að starfa undir merkjum EY sem hefur verið leiðandi á sviði sjálfbærni og loftslagsmála á heimsvísu sem og hér á landi. Við munum leggja mikla áherslu á að byggja upp vottunar- og staðfestingarþjónustu til að gera hana enn betri fyrir viðskiptavini okkar og við hlökkum til vegferðarinnar.“ segir Jón Karlsson, framkvæmdastjóri iCert, í tilkynningu. Margrét Pétursdóttir, forstjóri EY, segir afar ánægjulegt að fá félagið til liðs við fyrirtækið. EY leggi áherslu á að aðstoða viðskiptavini sína þegar kemur að sjálfbærni og loftslagsmálum. „Mikill vöxtur hefur verið í sjálfbærniráðgjöf, staðfestingarvinnu og vottunum hjá EY á alþjóðavísu vegna aukins þunga á þessa þætti hjá fyrirtækjum og stofnunum og hefur EY á að skipa fjölbreyttum hópi sérfræðinga á þessum sviðum um allan heim. Við þessa þekkingu bætist nú við aukin reynsla á sviði jafnlaunavottunar sem við munum miðla á alþjóðavísu. Við erum því full tilhlökkunar að halda áfram á þessari vegferð og styðja enn frekar við viðskiptavini okkar,” segir Margrét.
Kaup og sala fyrirtækja Mest lesið Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Vilja þvinga Google til að selja Chrome Viðskipti erlent Máttu ekki fullyrða að eldsneytið væri kolefnisjafnað Neytendur Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Viðskipti innlent Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Viðskipti innlent Fleiri fréttir Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Rekstur fríhafnarinnar seldur úr landi Vaxtalækkun gleðitíðindi en vextir ennþá „allt of háir“ Rannveig kveður: 124 fundir og „aldrei lognmolla“ Skýr merki um að verðbólga sé að hjaðna Ráðin framkvæmdastjórar hjá Sóltúni Krefst þess að Sorpa stofni hlutafélag Vaxtaákvörðun peningastefnunefndar rökstudd Tilkynnir um breytta vexti nokkrum mínútum eftir stýrivaxtalækkun Stýrivextir halda áfram að lækka Útboð SÍ stöðvað og Intuens fagnar sigri Samtökin '78 selja slotið Allir spá lægri vöxtum Sjá meira