Viðskipti innlent

Syndis gefur út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syntis.
Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri Syntis. Aðsend

Netöryggisfyrirtækið Syndis hefur gefið út leiðbeiningar til stjórnenda vegna Log4j veikleikans. Ríkislögreglustjóri, í samráði við netöryggissveitina CERT-IS og Fjarskiptastofu, hafa meðal annars virkjað óvissustig Almannavarna vegna veikleikans.

Anton M. Egilsson, aðstoðarforstjóri netöryggisfyrirtækisins Syndis, segir fyrirtækið hafa fengið fjölda fyrirspurna um útskýringar fyrir stjórnendur um það hvernig þessi veikleiki geti haft áhrif á tölvukerfi og hvernig stjórnendur fyrirtækja ættu að fylgjast með framgangi viðbragða tölvufólks.

„Einnig höfum við sett inn vangaveltur um hvernig stjórnendur ættu að undirbúa sig ef allt fer á versta veg, vera tilbúnir með svör. Syndis leggur mikla áherslu á að fyrirtæki séu á varðbergi, fylgist með kerfum sínum 24/7/365 og séu tilbúin að bregðast við ef vart verður við árás,“ segir Anton.

Anton segir að afleiðingar innbrota vegna þessa veikleika geti verið margvíslegar meðal annars upplýsingaleki, skemmdarverk á upplýsingakerfum eða gagnagíslataka með tilheyrandi kostnaði eru raunverulegar ógnir. Hann segir ennfremur að mikilvægt sé að fá fram staðreyndir og því hafi fyrirtækið ákveðið að búa til leiðbeiningar á mannamáli til stjórnenda.

Leiðbeiningar Syndis til stjórnenda vegna Log4j veikleikans má sjá hér.


Tengdar fréttir

Mikill vöxtur er í til­raunum til tölvu­á­rása vegna Log4j

Netöryggissveitinni CERT-IS hefur ekki verið tilkynnt um atvik þar sem brotist hefur verið inn í kerfi með Log4j veikleikanum en mikill vöxtur er í tilraunum til árása. Óvissustig almannavarna er enn í gildi vegna veikleikans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×