Ásgeir Örn ræddi funheita Selfyssinga og skrítna stöðu Guðmundar Braga Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. desember 2021 12:31 Guðmundur Bragi Ástþórsson spilar væntanlega sinn síðasta leik með Aftureldingu á tímabilinu þegar liðið mætir Haukum annað kvöld. Vísir/Hulda Margrét Stefán Árni Pálsson og Ásgeir Örn Hallgrímsson hituðu upp fyrir síðustu umferðina í Olís deildinni á árinu en þetta verða síðustu leikirnir í deildinni áður tekur við 44 daga hlé vegna jóla, áramóta og Evrópumótsins í janúar. Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05. Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira
Þrettánda umferðin hefst með einum leik í kvöld en hinir fimm leikirnir fara síðan fram annað kvöld. Í upphitunarþætti Seinni bylgjunnar er farið yfir alla leikina og Ásgeir er vanur að spá fyrir um úrslit hvers leiks. „Ég held að menn séu bara spenntir að keyra eina góða viku í gegn, klára leik á föstudaginn og komst síðan í gott jólafrí,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson. Klippa: Seinni bylgjan: Upphitun fyrir þrettándu umferð Olís deildar karla í handbolta Ásgeir líst orðið mjög vel á Selfossliðið sem byrjar umferðina á því að taka á móti Fram í kvöld. „Selfyssingarnir eru orðnir alveg funheitir og ekki búnir að tapa í fjórum leikjum í röð. Þeir eru búnir að fá alla sína helstu leikmenn til baka og það er allt annað sjá þá. Þeir eru hrikalega skemmtilegri núna, það er andi í þeim og kraftur í þeim. Þeir eru bara að spila flottan handbolta,“ sagði Ásgeir Örn. „Við sáum það á móti FH í Krikanum í síðustu umferð að Selfoss er topplið og mikið í þá spunnið. Nú fara þeir að klifra upp töfluna,“ sagði Ásgeir Örn. Viðureign ÍBV og Stjörnunnar er athyglisverður leikur. Eyjamenn hafa ekki verið sannfærandi að undanförnu. „Það var eitthvað í gangi. Þeir fá skella á móti Gróttu, lenda í basli á móti HK og maður fékk svona ónotatilfinningu þegar maður var að horfa á þetta. Svo í bikarnum í vikunni sá maður að það var allt annað að sjá þá til þeirra,“ sagði Ásgeir Örn. Stórleikur umferðarinnar er leikur Hauka og Aftureldingar en Ásgeir hefur áhyggjur af öllum meiðslunum hjá Haukum. „Það er farið virkilega að síga í hjá Haukunum og það eru margir mjög tæpir. Það er mikið spurningarmerki hverjir koma til með að spila þennan leik. Það er púsluspil fyrir Haukana hvernig þeir ná að stilla upp og hvort þeir ná að halda standard,“ sagði Ásgeir Örn. Guðmundur Bragi Ástþórsson gæti mögulega að vera að spila sinn síðasta leik fyrir Aftureldingu í bili. Hann er á láni frá Haukum sem eru líklegir til að kalla hann til baka. „Ef hann fer aftur í Haukana þá vill hann væntanlega enda þetta með stæl,“ spurði Stefán Árni. „Hann vill gera það og gera eins vel fyrir Aftureldingu á meðan hann er þar. Þetta er svolítið skrítin staða hjá honum,“ sagði Ásgeir Örn. Það má sjá alla umfjöllunina í upphitunarþættinum hér fyrir ofan. Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Leikirnir í þrettándu umferð Olís deildar karla eru: Fimmtudagur 16. desember: 19.30 Set höllin Selfoss - Fram (Beint á Stöð 2 Sport 4) Föstudagur 17. desember: 18.00 Víkin Víkingur - KA 18.00 Vestmannaeyjar ÍBV - Stjarnan (Beint á Stöð 2 Sport) 19.30 Kórinn HK - Valur 19.30 Ásvellir Haukar - Afturelding 20.00 Hertz höllin Grótta - FH (Beint á Stöð 2 Sport 4) - Seinni bylgjan er á dagskrá klukkan 21.10 á laugardagskvöldið á Stöð 2 Sport og jólaþáttur hennar hefst síðan klukkan 22.05.
Olís-deild karla Seinni bylgjan UMF Selfoss Afturelding Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Umfjöllun: Svartfjallaland - Ísland 0-2 | Ísland í spennandi stöðu Fótbolti Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Árekstur í beinni er hitað var upp fyrir leik Íslands Fótbolti Sóley Margrét heimsmeistari Sport Vildi ekki rota og meiða Tyson Sport Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Aron Einar miðvörður í Niksic Fótbolti Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Einkunnir Íslands: Innkoma Ísaks breytti leiknum Fótbolti Fleiri fréttir Íslendingarnir áfram á toppnum eftir sigur á Magdeburg Öruggt hjá liði Díönu Daggar og Andreu í Evrópuslag Íslendingaliðanna Góður endasprettur tryggði Haukum fína stöðu Pick Szeged hafði betur í toppslag Íslendingaliðanna Þorsteinn Leó markahæstur og stórsigur hjá strákunum hans Gumma Frækinn sigur Vals í Kristianstad Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Lauflétt hjá Valsmönnum sem hoppuðu upp í þriðja sætið Kristján öflugur í sigri í Íslendingaslag Tólfti sigurinn í röð hjá Stiven og félögum Guðjón Valur framlengir við Gummersbach Elliði segir HM ekki í hættu Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Sjá meira