Hneykslaður á hlutverki sonar síns: „Enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta“ Sindri Sverrisson skrifar 15. desember 2021 08:30 Dagur Dan Þórhallsson lék með Fylki í sumar. Þórhallur pabbi hans gerði garðinn frægan í Árbænum en varð síðar leikmaður og fyrirliði Hauka. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þórhallur Dan Jóhannsson, fyrrverandi leikmaður Fylkis, gefur lítið fyrir hæfileika þjálfara liðsins í sumar. Þá segir hann þjálfara U21-landsliðsins ekki hafa hundsvit á fótbolta. Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur. Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira
Þórhallur lét gamminn geysa þegar hann ræddi við Valtý Björn Valtýsson í hlaðvarpsþættinum Mín skoðun, þegar talið barst að syni hans, Degi Dan Þórhallssyni. Dagur, sem er 21 árs, gekk í raðir Breiðabliks eftir síðustu leiktíð og þótti spila vel í 5-1 sigri liðsins á Víkingi í úrslitaleik Bose-bikarsins á dögunum. Hann lék 20 leiki með Fylki í Pepsi Max-deildinni í sumar en liðið endaði neðst í deildinni og féll. „Nú er ég farinn að þekkja son minn“ Þórhallur kennir þjálfurunum Atla Sveini Þórarinssyni og Ólafi Inga Stígssyni um að Dagur hafi ekki náð sér betur á strik í sumar. Hann hefur mun meiri trú á Óskari Hrafni Þorvaldssyni, þjálfara Breiðabliks, sem Þórhallur segir að hafi hringt í sig á miðju sumri til að ræða um Dag. „Í allt sumar sagði ég við þig að hann væri enginn vængmaður og þeir [þjálfarar Fylkis] spila honum út á væng í allt sumar. Svo kemur maður sem veit eitthvað um fótbolta, stillir honum upp á miðjunni og nú er ég farinn að þekkja son minn,“ er haft eftir Þórhalli úr þættinum í grein á Fótbolta.net. „Þó að hann sé sonur minn þá hefur hann tvisvar sinnum farið út á reynslu og í bæði skiptin verið keyptur sem miðjumaður. Ég reyndi eins og ég gat að segja þeim að hann væri ekki kantmaður,“ sagði Þórhallur. Segir félög tengd U21-þjálfurunum hafa reynt að fá Dag Davíð Snorri Jónasson, þjálfari U21-landsliðsins, og þáverandi aðstoðarþjálfari hans Hermann Hreiðarsson, fá sömuleiðis falleinkunn hjá Þórhalli. „Svo í aðraganda að U21 leiknum gegn Portúgal [í október] er hann [Dagur] tekinn inn í hópinn og er síðan settur inn. Þeir setja hann í vængbakvörð. Ég ætla segja þetta hreint út, enn einn þjálfarinn sem hefur ekki hundsvit á fótbolta, ekki neitt. Það er svo fyndið af því að lið beggja þjálfaranna voru að reyna fá hann í sín félög. Í næsta verkefni er hann svo ekki í hóp,“ sagði Þórhallur og gaf þannig í skyn að Leiknir, sem Davíð Snorri lék með og þjálfaði, og ÍBV, sem Hermann þjálfar nú, hefðu reynt að fá Dag til sín. „Skrifa það algjörlega á þjálfarateymið“ Þórhallur, sem á meðal annars að baki 159 leiki í efstu deild og tvo A-landsleiki, vill meina að nú sé sonur sinn kominn á réttan stað, hjá silfurliði Breiðabliks: „Ég er ekki blindur á son minn vegna þess að í leikjum með Fylki í sumar var hann langt frá því að spila á getu. Langt frá því. Ég skrifa það algjörlega á þjálfarateymið og hvar þeir settu hann. Svo horfi ég á hann núna, horfði á þessa þrjá leiki í Bose-bikarnum. Það þarf að hrósa Óskari líka fyrir þessa spilamennsku. Það er eitthvað annað gaman að horfa á þetta Blikalið. Það má ekki gleyma því að í leiknum gegn Víkingi vantaði Viktor Karl, Jason Daða og Árna Vill. Óskar Hrafn… Mér finnst ótrúlega gaman að sjá hvað hann heldur sig við sína hugmyndafræði. Það vantaði fullt af leikmönnum en þeir voru samt frábærir. Hann er búinn að spotta leikmenn ótrúlega snemma,“ sagði Þórhallur.
Pepsi Max-deild karla Fylkir Breiðablik Mest lesið Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Körfubolti „Við vorum taugaóstyrkir“ Fótbolti Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Fleiri fréttir Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Sjá meira