Erlent

Hand­teknir vegna gruns um að hafa stýrt skipinu ölvaðir

Atli Ísleifsson skrifar
Danska skipinu Karin Høj hvolfdi eftir áreksturinn.
Danska skipinu Karin Høj hvolfdi eftir áreksturinn. AP

Tveir hafa verið handteknir í tengslum við sjóslysið í Eystrasalti í gær þar sem danskt og breskt flutningaskip rákust saman norðaustur af Borgundarhólmi aðfararnótt mánudagsins. Einn hefur fundist látinn og er annars enn saknað.

Frá þessu greindu saksóknarar í Svíþjóð í morgun. Hinir handteknu eru annars vegar breskur ríkisborgari á fertugsaldri og hins vegar króatískur ríkisborgari á sextugsaldri. Þeir voru báðir í áhöfn breska skipsins, Scot Carrier, og eru þeir grunaðir um að hafa stýrt skipinu undir áhrifum áfengis og lyfja.

Eftir slysið var tilkynnt um að tveggja í áhöfn danska skipsins Karin Høj væri saknað og fannst annar þeirra látinn um borð í skrokki skipsins. Hinn látni og sá sem enn er saknað eru báðir danskir ríkisborgarar.

Tilkynning barst um áreksturinn klukkan hálf fjögur að nóttu. Tvær þyrlur og fjöldi bára voru þá send á vettvang en björgunaraðgerðum var hætt skömmu síðar.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×