Erlent

Tveggja leitað í sjónum eftir að flutningaskip rákust saman

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Á Marinetraffic.com má sjá björgunarbáta umhverfis danska skipið Karin Hoej.
Á Marinetraffic.com má sjá björgunarbáta umhverfis danska skipið Karin Hoej. Skjáskot/Marinetraffic.com

Sjóslys varð á Eystrasalti í nótt þegar tvö flutningaskip rákust saman miðja vegu á milli sænska bæjarins Ystad og dönsku eyjarinnar Borgundarhólms. Annað skipið er danskt en hitt breskt.

Danska skipinu, Karin Hoej, hvolfdi við áreksturinn en óljóst er hversu margir voru um borð í skipunum.

Þó er talið að danska skipið hafi haft tvo í áhöfn hið minnsta og er þeirra saknað.

Björgunarbátar eru á vettvangi og heyrðust hróp og köll frá þeim sem lentu í sjónum en enginn hefur þó fundist enn, að sögn sænska ríkisútvarpsins. 

Danska skipið er enn á floti þótt því hafi hvolft en menn óttast að það muni sökkva á hverri stundu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×