„Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. desember 2021 11:47 Rulluspilarar Vals spiluðu stóran þátt í sigri liðsins á Akureyri. Vísir/Bára Dröfn Valur mætti með laskað lið á Akureyri er það mætti Þór í Subway-deild karla í körfubolta á dögunum. Gestirnir misstu tvo leikmenn af velli vegna meiðsla en tókst samt að landa fjögurra stiga sigri. Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
Sigurinn var til umræðu í Körfuboltakvöldi og þá sérstaklega hlutverk tveggja leikmanna. Svo kom það á daginn að þetta er besta byrjun Vals í deildinni í dágóðan tíma. „Magnað að Valsmenn mæta án Kára (Jónssonar), það meiðast tveir, Þór Akureyri á heimavelli en samt geta þeir ekki unnið. Það er smá áhyggjuefni,“ sagði Sævar Sævarsson um enn eitt tap Þórsara er Körfuboltakvöld fór yfir stöðu mála. „Pálmi Geir Jónsson, sem kom frá Leikni í 2. deildinni og byrjaði tímabilið hjá Hamri, átti frábæran leik. Benedikt Blöndal átti frábæran leik. Þetta eru leikmenn sem eru rulluspilarar,“ sagði Kjartan Atli Kjartansson, þáttastjórnandi en samtals skoruðu þeir Pálmi Geir og Benedikt 14 af 79 stigum Vals. „Ég held að Bjarki (Ármann Oddsson), þjálfari Þórs hafi sagt fyrir leik: „Ef einhverjir eiga að vinna okkur þá eru það þessir tveir,“ og þeir gerðu það. Bara vel gert hjá þeim. Pálmi Geir setti tvo þrista í fjórða leikhluta,“ hélt Kjartan Atli áfram áður en Sævar skaut inn í: „á tíma þar sem Þórsarar voru átta stigum yfir.“ „Það voru rulluspilararnir sem gengu frá þeim á þessum punkti í leiknum,“ sagði Kjartan Atli að endingu um frammistöðu þeirra Pálma og Benedikts. Ekki gerst á þessari öld Ekki gerst á þessari öld.Körfuboltakvöld „Þetta er sögulegt hjá Val því þeir hafa aldrei verið í svona góðri stöðu fyrir jól, allavega ekki í tæplega þrjá áratugi. Valsmenn unnu síðast sex leiki fyrir áramót tímabilið 1994-1995. Undir stjórn Svala vann liðið 9 af 14 leikjum sínum fyrir áramót tímabilið 1992-1993.“ Valur er í 5. sæti deildarinnar með sex sigra og þrjú töp þegar níu umferðir eru búnar af Subway-deild karla í körfubolta. Tindastóll og Grindavík eru í sætunum tveimur fyrir ofan, einnig með sex sigra og þrjú töp. Keflavík trónir á toppnum sem stendur með átta sigurleiki og aðeins eitt tap. Klippa: Körfuboltakvöld: Sögulegt hjá Val
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Körfuboltakvöld Subway-deild karla Valur Mest lesið Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn „Langar að svara fyrir okkur“ Fótbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti Atlético Madríd stal sigrinum í París Fótbolti Aftur skutu Skytturnar púðurskotum á Ítalíu Fótbolti Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Handbolti Vandræði Madríd halda áfram Fótbolti Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira