Viðskipti innlent

Hagnaður móður­fé­lags Rúm­fata­lagersins tæpir tveir milljarðar króna

Árni Sæberg skrifar
Rúmfatalagerinn við Smáratorg.
Rúmfatalagerinn við Smáratorg. Vísir/Vilhelm

Samkvæmt ársreikningi Lagersins Iceland ehf. var rekstrarhagnaður félagsins 1.851 milljón króna árið 2021. Félagið rekur meðal annars Rúmfatalagerinn og Ilvu.

Heildareignir félagsins eru metnar á 6.335 milljónir króna og eigið fé er 4.604 milljónir króna.

Stjórn félagsins mun leggja til arðgreiðslur til hluthafa á aðalfundi félagsins. Lagerinn Dutch Holding BV fer með 93 prósent eignarhlut í félaginu, Sellas BV með 6,93 prósent og Jakup Napoleon Parkhus með 0,07 prósent.

Samkvæmt fyrirtækjaskrá er Færeyingurinn Jakúp á Dul Jacobsen raunverulegur eigandi Lagersins Iceland ehf. með 99 prósent eignarhlut. Hann er stofnandi Rúmfatalagersins

Þá segir að dótturfélagið Jóska ehf. hafi verið selt móðurfélaginu Lagerinn Dutch Holding BV.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×