Prjónauppskriftir á mannamáli í nýrri bók Sögur útgáfa 14. desember 2021 10:55 Eygló Gísladóttir Prjón er snilld er heiti nýrrar uppskriftabókar eftir Sjöfn Kristjánsdóttur. Sögur útgáfa gefa bókina út. Bókin inniheldur 63 uppskriftir að peysum fyrir bæði börn og fullorðna, uppskriftir að buxum, sokkum, vettlingum og ungbarnasettum. Eygló Gísladóttir tók myndirnar í bókina. Sjöfn Kristjánsdóttir safnaði saman vinsælustu uppskriftunum sínum uppáhalds í þessa bók. Þetta er önnur bók Sjafnar en fyrir liggur eftir hana bókin Una prjónabók sem hún vann ásamt Sölku Sól. Sjöfn hefur einnig gefið út yfir 200 prjónauppskriftir á vefsíðunni Stroff.is og rekur prjónaverslunina Stroff í Skipholti 25. „Uppskriftirnar í bókinni eru misflóknar en ég útskýri þær vel og set einnig inn hlekki á myndbönd sem hægt er að styðjast við. Í bókinni eru einnig tvær opnur með útskýringum á því hvernig prjóna á hæl, þumal og fleira sem þarf að kunna í uppskriftunum. Erfiðleikastig uppskrifta merki ég með einum hnykli og upp í þrjá. Þrír hnyklar eru þá flóknari uppskriftir,“ útskýrir Sjöfn en undirtitill bókarinnar er einmitt 63 uppskriftir á mannamáli. Hún segir áhuga á prjónaskap mikinn. Fólk sæki í þá innri ró sem fylgi því að prjóna. Eygló Gísladóttir „Þetta er hálfgert prjónajóga og mikil núvitund. Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í prjónaheiminum og ungar stelpur fóru að prjóna og setja inn á Instagram til dæmis. Í covid varð enn meiri vakning þegar fólk fór að leita sér að áhugamáli til að stunda heima. Ég vona að sá áhugi haldist áfram. Það er líka í tísku að vera í prjónuðum peysum og að hafa krakka í heimaprjónuðu. Nú eru stuttar mittispeysur mjög vinsælar, blöðruermar, gatamunstur og kaðlar. Það má segja að í dag blandist saman nokkrir áratugir í tísku,“ segir Sjöfn en fjölmargar uppskriftir að fallegum peysum er að finna í bókinni. Eygló Gísladóttir Sjálf fór Sjöfn að prjóna 12 ára og allt í höndunum. Prjónavélar hafa ekki heillað hana. „Vélprjón er allt annar handleggur og einnig erfiðara að eiga við munstur í prjónavélum. Mér finnst bara svo stór hluti af þessu að sitja með prjónana í höndunum og ég nýti oft tímann og hlusta á hljóðbækur og hlaðvarp á meðan. Ég er hrifin af því að vera með grófa prjóna og gróft band og þá er ég bara nokkur kvöld að prjóna peysu,“ segir Sjöfn. Nánari upplýsingar hér. Eygló Gísladóttir Tíska og hönnun Prjónaskapur Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira
Bókin inniheldur 63 uppskriftir að peysum fyrir bæði börn og fullorðna, uppskriftir að buxum, sokkum, vettlingum og ungbarnasettum. Eygló Gísladóttir tók myndirnar í bókina. Sjöfn Kristjánsdóttir safnaði saman vinsælustu uppskriftunum sínum uppáhalds í þessa bók. Þetta er önnur bók Sjafnar en fyrir liggur eftir hana bókin Una prjónabók sem hún vann ásamt Sölku Sól. Sjöfn hefur einnig gefið út yfir 200 prjónauppskriftir á vefsíðunni Stroff.is og rekur prjónaverslunina Stroff í Skipholti 25. „Uppskriftirnar í bókinni eru misflóknar en ég útskýri þær vel og set einnig inn hlekki á myndbönd sem hægt er að styðjast við. Í bókinni eru einnig tvær opnur með útskýringum á því hvernig prjóna á hæl, þumal og fleira sem þarf að kunna í uppskriftunum. Erfiðleikastig uppskrifta merki ég með einum hnykli og upp í þrjá. Þrír hnyklar eru þá flóknari uppskriftir,“ útskýrir Sjöfn en undirtitill bókarinnar er einmitt 63 uppskriftir á mannamáli. Hún segir áhuga á prjónaskap mikinn. Fólk sæki í þá innri ró sem fylgi því að prjóna. Eygló Gísladóttir „Þetta er hálfgert prjónajóga og mikil núvitund. Undanfarin ár hefur mikil vakning orðið í prjónaheiminum og ungar stelpur fóru að prjóna og setja inn á Instagram til dæmis. Í covid varð enn meiri vakning þegar fólk fór að leita sér að áhugamáli til að stunda heima. Ég vona að sá áhugi haldist áfram. Það er líka í tísku að vera í prjónuðum peysum og að hafa krakka í heimaprjónuðu. Nú eru stuttar mittispeysur mjög vinsælar, blöðruermar, gatamunstur og kaðlar. Það má segja að í dag blandist saman nokkrir áratugir í tísku,“ segir Sjöfn en fjölmargar uppskriftir að fallegum peysum er að finna í bókinni. Eygló Gísladóttir Sjálf fór Sjöfn að prjóna 12 ára og allt í höndunum. Prjónavélar hafa ekki heillað hana. „Vélprjón er allt annar handleggur og einnig erfiðara að eiga við munstur í prjónavélum. Mér finnst bara svo stór hluti af þessu að sitja með prjónana í höndunum og ég nýti oft tímann og hlusta á hljóðbækur og hlaðvarp á meðan. Ég er hrifin af því að vera með grófa prjóna og gróft band og þá er ég bara nokkur kvöld að prjóna peysu,“ segir Sjöfn. Nánari upplýsingar hér. Eygló Gísladóttir
Tíska og hönnun Prjónaskapur Menning Mest lesið Fjármagnaði uppsetningu í Iðnó en hrökk úr lið á frumsýningu Lífið Sunneva og Benedikt trúlofuð Lífið Kraftaverkasaga: „Mun ég aldrei sjá þau aftur?“ Áskorun Breytti nafninu sínu svo það yrði ekki brotist inn Lífið „Ég vildi fela mig fyrir heiminum“ Lífið „Eina sem maður getur gert er að reyna vera betri maður í dag en þá“ Lífið Gengur yfir Sprengisand með hundrað kíló í eftirdragi Lífið Mælir með því að tala við gervigreind sem sálfræðing Lífið Hafði mikla þörf fyrir að láta aðra sjá að hún væri spes týpa Lífið Patrik og Gústi í sundur: „Vinir, veit það ekki“ Lífið Fleiri fréttir Ný fjarlækningaþjónusta fyrir sykursýkissjúklinga á Selfossi Fullkomnar sögur fyrir páskafríið Fyrsta 100% rafútgáfan af Porsche Macan Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Hátt í þúsund bangsar fengu hjarta fyrstu helgina Hollywood speglarnir slá í gegn Fullkomið tan og tryllt partý Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Stórstjarnan Limahl mætir í N1 höllina í september Frábær fermingartilboð á hágæða sængum og koddum Polestar tekur þátt í HönnunarMars 2025 Tónlist, græjur og Ari Eldjárn í sviðsljósinu Upp á svið í háum hælum eftir Osteostrong Grillað ofan í helstu áhrifavalda landsins Gott gloss getur gert kraftaverk! Brúnkukremið frá Bondi Sands getur framkallað töfra Áhrifaríkari leið til að auka D-vítamínmagn í líkamanum Tork gaur driftar á ísilögðu stöðuvatni í Jokkmokk „Digest Complete hefur gjörsamlega bjargað mér“ Gjafalisti fermingarbarnsins Allt fyrir ferminguna á einum stað Glæsilegar fermingargjafir sem endast vel Gaf Meat Loaf uppskrift af laxarétti og reif kjaft við Billy Idol „Við köllum þetta töfra náttúrunnar“ Hágæða rúmfatnaður fyrir lúxussvefn Kíkir stundum á mannskapinn og rífur kjaft Tilkynna nafn nýfæddrar dóttur á umhverfisskilti í dag Fáðu að vita strax hvort þú hafir efni á draumaeigninni Merkja uppgjöf í baráttunni og blása til sóknar Gæðadýnur á frábæru verði! Sjá meira