Ekki margir möguleikar eftir fyrir Trump til að koma í veg fyrir að gögnin verði afhent Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. desember 2021 22:08 Donald Trump var eitt sinn forseti Bandaríkjanna. Ekki lengur. Michael Zarrilli/Getty Images) Áfrýjunardómstóll í Bandaríkjunum hefur hafnað beiðni Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, um að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna í janúar fái ekki að sjá tiltekin skjöl frá forsetatíð Trump. Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina. Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Dómstóllinn hefur þó ákveðið að fresta endanlegri dómsuppkvaðningu um tvær vikur til þess að veita Trump færi á að leita á náðir Hæstaréttar Bandaríkjanna vegna málsins. Trump hefur kvartað sáran undan því að Joe Biden, arftaki Trump á forsetastól, hafi ákveðið að hafna því beita forsetavaldi sínu til þess að koma í veg fyrir að nefndin gæti fengið aðgang að skjölunum vegna rannsóknarinnar. Hefur Biden sagt að árásin á þinghúsið hafi verið svo einstök og óvenjulegt að algjört gagnsæi þurfi að ríkja vegna rannsóknar málsins. Dómari áfrýjunardómstólsins segir að Trump og lögmenn hans hafi ekki fært nein haldbær rök fyrir því af hverju víkja ætti til hliðar þessu mati Biden. Spurning sem þingnefndin rannsakar er sú hvort forsetinn fyrrverrandi hafi haft vitneskju um það fyrirfram að til stæði að ráðast inn í þinghúsið og vilja nefndarmenn því fá aðgang að símtalaskrá Trumps, sjá lista yfir þá sem heimsóttu hann dagana fyrir atvikið og önnur gögn úr Hvíta húsinu sem gætu varpað ljósi á málið. Mörghundruð stuðningsmenn Trumps ruddust inn í húsið dagið sem þingið átti að staðfesta kjör Joes Biden í embætti forseta og freistuðu mótmælendurnir þess að koma í veg fyrir athöfnina.
Donald Trump Bandaríkin Joe Biden Tengdar fréttir Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42 Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Mest lesið Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Hvít jól, gular viðvaranir og varasamt ferðaveður Innlent Lyklaskipti í máli og myndum: „Þetta er voldugur lykill“ Innlent Lokað um Hellisheiði og Þrengsli og vegir víða á óvissustigi Veður Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Erlent Tvö tröllvaxin mál og sækja eigi tekjurnar í fiskinn Innlent „Þetta er farið að að bera meira keim af einelti en löglegri stjórnsýslu” Innlent Segir Helga Magnús óhæfan til að gegna embættinu Innlent Missti stjórn á bílnum og endaði inni í garði Innlent Nýr flugvöllur opnar nýjar dyr fyrir Suður-Grænland Innlent Fleiri fréttir Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Danskt sjúkrahús kært til lögreglu vegna tilrauna á ungum drengjum Musk og Trump valda uppnámi í Washington Skorar vestrið á hólm í 21. aldar einvígi Vaktin: Dominique Pelicot dæmdur í tuttugu ára fangelsi Hætta að rukka í almenningssamgöngurnar Dómar yfirvofandi í máli Pelicot Ætla að birta Gaetz-skýrsluna eftir allt saman Hæstiréttur staðfestir dóm yfir Sarkozy Sjá meira
Trump skilur að stuðningsmenn sínir hafi viljað hengja Pence Það var heilbrigð skynsemi hjá stuðningsmönnum Donalds Trump að kyrja um að þeir ætluðu sér að hengja Mike Pence, varaforseta, þegar þeir réðust á bandaríska þinghúsið í janúar, að mati fyrrverandi Bandaríkjaforsetans. 12. nóvember 2021 14:42
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56