Körfubolti

„Ghetto Hooligans eiga stóran þátt í þessum sigri“

Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke skrifar
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld.
Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari ÍR-inga, var eðlilega sáttur með sigur sinna manna í kvöld. vísir/ernir

Friðrik Ingi Rúnarsson var virkilega ánægður með sitt lið eftir sjö stiga sigur á Grindavík á heimavelli í kvöld.

„Ég er mjög ánægður með sigurinn, þetta snýst um að ná í sigra. Þetta var ekki gallalaust en ég átti heldur ekki von á því,“ sagði Friðrik.

Stemningin var frábær í Hellinum í kvöld og Ghetto Hooligans, stuðningsmenn ÍR, frábærir.

„Engin spurning að þeir eiga stóran þátt í þessu. Stemningin hefur mikið að segja og gefur liðinu mikla innspýtingu. Ég er mjög ánægður þá í stúkunni.“

Friðrik segir að ef menn átti sig á því að ef menn gera hlutina saman þá er það vænlegra til árangurs en ef það er ekki gert.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×