Fótbolti

Varsjá var hársbreidd frá því að skjóta Leicester í útsláttakeppnina

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
2021/22 UEFA Europa League: Legia Warsaw 0 - 1 Spartak Moscow WARSAW, POLAND - DECEMBER 9, 2021: Spartak's goalkeeper Alexander Selikhov saves a penalty kick in the 2021/22 UEFA Europa League Group C Round 6 match between Spartak Moscow and Legia Warsaw at the Marshall Jozef Pilsudski's Municipal Stadium of Legia Warsaw. Alexander Demianchuk/TASS (Photo by Alexander Demianchuk\TASS via Getty Images)
2021/22 UEFA Europa League: Legia Warsaw 0 - 1 Spartak Moscow WARSAW, POLAND - DECEMBER 9, 2021: Spartak's goalkeeper Alexander Selikhov saves a penalty kick in the 2021/22 UEFA Europa League Group C Round 6 match between Spartak Moscow and Legia Warsaw at the Marshall Jozef Pilsudski's Municipal Stadium of Legia Warsaw. Alexander Demianchuk/TASS (Photo by Alexander Demianchuk\TASS via Getty Images)

Af þeim 16 leikjum sem eru á dagskrá í Evrópudeildinni í fótbolta í kvöld er nú átt þeirra lokið. Legia Varsjáhefði getað komið Leicester til bjargar, en klikkuðu á vítaspyrnu í uppbótartíma.

Zelimkhan Bakaev skoraði eina mark leiksins á 17. mínútu þegar hann kom Spartak Moskvu yfir gegn Varsjá, en Tomas Pekhart fékk svo sannarlega gullið tækifæri til að jafna metin í uppbótartíma.

Heimamenn fengu þá vítaspyrnu, en Pekhart misnotaði spyrnuna og því varð 0-1 sigur Spartak Moskvu staðreynd.

Gestirnir frá Moskvu skutu sér upp í efsta sæti riðilsins með sigrinum, en jafntefli hefði þýtt það að þeir sætu eftir með sárt ennið á meðan að Leicester, sem tapaði gegn Napoli í kvöld, hefðu farið áfram.

Legia Varsjá þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á að komast áfram, en tapið þýðir að þeir enduðu í neðsta sæti C-riðils.

Úrslit kvöldsins

A-riðill

Lyon 1-1 Rangers

Sparta Prague 2-0 Bröndby

B-riðill

Real Sociedad 3-0 PSV Eindhoven

Sturm Graz 1-1 Monaco

C-riðill

Legia Varsjá 0-1 Spartak Moskva

Napoli 3-2 Leicester

D-riðill

Fenerbache 1-1 Frankfurt

Royal Antwerp 1-0 Olympiacos


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×